Kennarinn - 01.03.1902, Síða 3
KENNARINN
■19
KONUNGURINN ÁVÍTAR FYRIR SYND.
Matt. 23, 2—6. 14, 15, 23. (Til .samatib.: 12, 38—40: Lúk. 20, 46. 47).
Minnistexti í 23. v.
2. Á Móses stóli a) sitja skriftlærðir og Farísear. 3. Þessvegna skuluð þér
ltlýða l>) öllu því, sera þeir bjóða yður, en eftir verkum þeirra skuluð þér ekki
breyta, því þeir bjóða það, er þeir ekki halda. 4. Þeir binda mönnum byrðar
þungar ci og örðugar að bera, og leggja þeim þær á herðar, en sjálfir vilja þeir
ekki hræra við þeim fingri sínum. 5. Öll sín verk gera þeir til að sýnast
fyrir mönnum, því þeir stækka minnisblöð d) sín og breikka kögur e) klæða
sinna. 6. Þeir vilja efstir sitja að boði hverju, og sækjast eftir helstu sætum í
samkundum. 14. Vei yður, skriftlærðum og Faríseum! Þér hræsnarar, sem
læsið f) f>rir mönnum himnaríki.því ekki gangið þér sjálfir þar inn og leyfið ekki
heldur inngöngu þeim, sem hennar leita. 15, Vei yður skriftlærðum og F'aríse-
um! Þér hræsnarar, sem farið um lönd öll og höf til þess að gera einn að Gyð-
ingi, og að því búnu gerið þér hann að barni helvítis, hálfu verri g) en þér sjálf-
ir eruð. 23. Vei yður, þér farísear og skriftlærðir, þér hræsnarar, sem gjaldið
tíund h) af myntu, anis og kúmeni, en/ hirðið ekki um það í lögmálinu, sem mest
á ríður, sem er réttvísi t), miskunnsemi og trú j). ‘ þcttll bcu' tlff gCVCt, t'/l
hitt ci'/ci ógert aff láta.
a) Af því þeir eins og hann kenna lýðnum vilja guðs. Kennarar sátu. — h)
Vitanlega að eins ef þeir kenna samkvæmt ritningunni. —r) Með öllum kröfum
sínum og setningum. —d Við bænagerð bundin á enni milli augna og á vinstri
handlegg yfir hjartað. Á þeim stóð 2 M'is. 13, 1—iú og 5. M is. 6, 4—9 og 11.
13—21. Siðurinn bygður á bókstafs-skilningi á nokkrum af téðum versum t.d.
5. Mós. 11, 18. Líklega ekki eldri en frá 1. öld f. Kr.— «1 4 skúfar sinn á hverju
horni yfirhafnarinnar (sjá 4. Mós. 15, 38—40). —/1 Þekking þeirra skoðuð sem
lykill i sbr. Lúk. 11, 52). — g) Meiri hræsnarar. Trúskiftingar oft öfgameiri og
ofsafyllri en kennarinn. —h Sjá 3. Mós. 27, 30; 4. Mós. 18, 21; 5. Mós. 12, 6.
— 1) Að dæma rétt um menn og hvatir, gott og ilt, og gera öðrum rétt til. —j)
Hér = trúmenska, einlægni.
Jesús í musterinu þriðjud. í páskavikunni. Tilheyrendur lærisveinar lians
°g lýðurinn, Texti hans hræsnin eins og hún kom fram lijá leiðtogunum,—
Hinn miskunnsami getur orðið harðorður Ekki hatur, en heilög reiði. 1
hjartanu og röddinni kærleikur.—Rýrir álitið á kennurunum; ekki gildi kenn-
tngarinnar. Allir eiga að beygja sig fyrir sannleika hennar, hvað miklir hræsn-
arar sem þeir eru (3). — En hvað hræsnin er ljót! Hræsnarar heimta mikið af
óðrum, ekki af sjálfum sér (4'. Guðsdýrkun þeirra fólgin í því að sýnast fyrir
tnönnum (5 og 6), að þekkja veg guðs, en ganga hann ekki (14), vera ákafir í að
ávinna sér fylgismenn, en ekki guði (15), vera smásmuglegir og strangir í gæslu
•'ins ytra við guðsþjónustuna, en hirða ekkert urn aðalatriðið — jiað, sem bæði
er mikiivægara og erviðara (23). — Vei hræsninni og hræsnurunum, sem á móti
fittri vitund sjálfum sér og öðrum til glötunar þjóna djöflinum (14, 15, 23), —•
Weilagur kærieiki kallar til afturhvarfs,