Kennarinn - 01.03.1902, Side 7
KENNARINN
KÆRU BÖRN! Þiö heyrðuð um Jesúm, hvernig hann reið inn í Jerúsal-
em og hvernig var tekið á móti honum. Þið munið líka eftir því, hvað Jexían
á sunnudaginn var minti ykkur á, hvernig farið var með hann nokkrum dögum
seiuna. Sama fólkið, sem núna heilsaði honunt með hósíanna, hrópaði seinna:
, .Krossfestu hann!“—Skelfilegt er að hugsa um það, börn, hvað h'viklyndir og
óstöðugir mennirnir geta verið. Þið megið ekki vera hviklynd og óstöðug. En
þá verðið þið að lofa Jesú að gera ykkur staðföst. Það vill hann gera og mun
gera, ef þið eruð með söfnuðinum hans og í kirkjunni og lærið orðið hans og
hlýðið honum eins og lærisveinar hans. Þá lærið þið að syngja hósíanna svo,
að honurn þykir vænt um og englunum á himnum líka Og þá fáið við seinna
meir að syngja miklu betur með fagra barnahópnum hans hjá honum á himnum.
Hafið yfir allan sálminn: ,,Láttu guðs hönd þig leiða hér“—nr. 356 í sálma-
bókinni—í þeirri röð, sem versin standa þar.
TIL LEIÐBEININGAR. Lát börnin segja söguna með því að spyrja.
Lýs Jesú og innreiðinni. Seg frá lærisveinunum. Lýs fólkinu eins og það
kom fram.
--------^-oOc-í---------
PÁiKADAQ—30. Marz.
Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjallið? Upprisa Jesú. Hvar
stendur jrað? Mark. 16, 1—8.
Hvert er 8. boðorðið? Þú skalt ekki ljúgvitni bera gegn náunga þínum.
Hver voru efni og minnistextar lexíanna fjóra síðustu sunnudaga? Hvar
stendur lexían á sunnud. var? 1. Hvaða skipun gaf Jesús tveimur lærisveinum
sínum? 2. Hvaða spádómur um Messías rættist? 3. Hvað gerði fólkið? —
Hver er lexían í dag? Hvar stendur hún? Lesum hana á víxl. Les upp minnist.
KONUNGURINN SLÍTUR AF SÉR FJÖTRA DAUÐANS.
Matt. 27, 62—66 ojí 2Ö, I—6. (Til smbr. Mark. 16, 1—6; Lúk. 24. I—6; Jóh. 20. 1.)
Minnistexti 6. v.
62. Daginn eftir n), sem næstur var eftir aðfangadaginn !>), söfnuðust hinir
mðstu prestar og Farísearnir saman og komu til Pílatusar. 63. Og sögðu: Oss
er það í minni, herra, að meðan svikari þessi lifði, kvaðst hann mundi upp rísa
mnan þriggja daga. 64. Lát þá því gæta legstaðarins vandlega alt til hins þriðja
dags, svo að ekki komi lærisveinar hans og steli honum, segi síðan lýðnum, að
hann sé upp risinn, og verði svo seinni villau verri hinni fyrri. 63. Pílatus
sagði við þá: Hér hafið þér varðmennina; farið og gætið legstaðarins, sem þér
hafið best vit á. 66. Þeir fóru og innsigluðu steininn, og létu varðmennina
Ræta grafarinnar. 1. Að liðnum hvíldardeginum, þegar lýsti af fyrsta degi
v>kunnar, komú þær María frá Magdala og hin önnur María að sjá legstaðinn.
2- Og sjá, þá varð mikill jarðskjálfti; því engill drottins kom frá himni, gekk
Þar að, velti steininum frá dyrum legstaðarins og settist á hann. 3. Ásýnd hans
Var sem leiftur, og klæði hans björt sem snjór. 4. Við þessa sýn urðu varð-
mennirnir svo hræddir, að þeir voru sem örendir. 5. En til kvennanna mælti