Kennarinn - 01.05.1905, Blaðsíða 1

Kennarinn - 01.05.1905, Blaðsíða 1
SUPPLEMRWT TO .. SAMRININGTN FyXGIBLAD ..SA.MF.IN1-WGARIWNAR* KENNARINN. SUNNUDAGSSKÓLABLAÐ. VIII, 5. N. STEINGRÍMUR THORLÁKSSON RITSTIÓRI. ------------------------------'i- MAI 1905. FJÓRÐA SD. EFTIR PASKA—21 Maí. ('lnngangur í síðasta blaði aftastj. .LEIÐRÉTTING: Biblíu-lex. fyrir í dag stendur í Job i, 1—5, en ekki Jóh. 1, 1—5 eins og misprentast hefir i síðasta blaði. SAGAN SÖGÐ. Hvítasunna.—Eítir himnafö'rina bíða lærisveinarnir i Jerúsal- enj. Jesús hafði lofað að senda þeim heilagan anda og sagði þeim að bíða í Jerúsalem, þangað til þeir fcngju hann.—Tíu dögum eftir himnaförina kemur hvítasunnudagurinn. Þá eru þcir aílir komnir saman á einum stað og með einum huga í Jerúsalem. Heilögutn anda úthelt.—Þá kemur alt í einu þytur frá himni, líkast því sem það væri stormur, og fyllir húsið, sem þeir sitja í. Og þeir sjá tungur cins og af eldi.scm setja sig yfir sérhvern þeirra. Þeir fyllast allir heilögum anda og tala tungumálum, setu þeir kunnu ekki áður. Fólkid undrast.—Þegar þyturinn heyrðist, flýta allir scr þang- að, sem postularnir eru. Margt af þessu fólki voru Gyðingar úr öðrum löndum. Allir voru mjög hissa, þegar þeir heyrðu postplana tala útlend tungumál og sögðu hver við annan: „Eru ekki allir þessir menn frá Galíleu? Hvernig stendur þá á því, að þeir tala á okkar tungumálum ? Þcir cru að tala um guðs stórmerki á okkar tungumálum? Hvað er þetta?“ En sumir hæddust að þeim og sögðu: „Þeir eru druknir.“ Pétur prédikar.—Þá stendur Pétur upp og segir: „Þið Gyð- ingar og allir þið, sem búið í Jerúsalcm, takið vel eftir orðum mín- um. Við erum ekki druknir. eins og þið haldið. Heldur hefir það nú komið fram, sem spámaðurinn Jóel segir: Eg vil úthella anda mínum yfir alt hoId.“ Þá talaði hann við þá um Jesúm, að þeir hafi krossfest hann og devtt, en guð hafi vakið hann upp frá dauð- um. Hann hafi síðan stigið upp til himins og hafi nú sent þeim, lærisveinum sínum, heilagan anda. Pétur scgir fólkinu, hvad þad eigi að gcra.—Þá segir fólkið við Pétur og hina postulana: „Hvað eigum við að gera?“ Pétur svar- ar: „Gjörið iðrun, og látið skira ykkur í nafni Jesú Krists til fyr^ irgefningar syndanna, Þá munuð þið fá gjöf heilags anda.“

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.