Kennarinn - 01.07.1905, Side 2

Kennarinn - 01.07.1905, Side 2
5o KÉNNAliItírf.__________________________ veiöum, þreyttur-og svangur. Selur hann þá Jakob bródur sínum frumburðarrétt sinn fyrir mat. Isak vill blessa Esaú.-—Þegar ísak var orðinn gainall og sjón- daufur, kallar hann á Esaú og segir við hann: „Tak örvar þínar og boga og skjóttu villudýr og matfeiddu handa mér. Svo vil eg blessa þig áður en eg dey.“ Esaú fer. Rádagerd Rebekku.—Rebekka heyrir þetta. En hún vill, a’ð Jakob fái blessanina. La:tur hún hann þá slátra tveimur kiðlingum og matreiðir þá eins og hún veit að ísak líkar best. Klæðir Jakob í föt af Esaú og vefur kiðlingaskinnunum um hendur hans og háls; segir honum svo að færa föður sínum matinn. Jakob svíkur föditr sinn.—Þegar Jakob kemur með matinn til föður síns, segir ísak við hann: „Hver ertu, sonur minn?“ Jakob segir: „Eg em Esaú, sonur þinn frumgetinn“. En ísak þykir þetta undarlegt, að hann skuli vera kominn aftur svona fljótt; svo hann líiður hann að koma nær sér. Þreifar hann þá á Jakob og segir svo: „Röddin er Jakobs, en hendurnar eru hendur Esaú. Ertu sonur minn Esaú ?“ Jakob svarar: „Eg cm hann“. Jakob fœr blessanina.—Þá etur ísak af matnum. Síðan kallar hann á Jakob og biður hann að kyssa sig. Jakob kyssir föður sinn, sem heldur að það sé Esaú. Fær svo blessan föður síns og er settur yfir alla ættina. Esaú fœr blessan.—Rétt á eftir kemur Esaú, matreiðir réttinn handa föður sínum og færir honum. Þá verður Isak mjög óttasleg- inn. Hann veit, að hann hefir verið svikinn og segir Esaú frá því, sem komið hafi fyrir. Esaú hljóðar upp yfir sig og biður grátandi föður sinn að veita sér líka blessan. Isak getur ekki tekið aftur blessanina, sem hann var búinn að gefa Jakob. Hann vissi líka, að guð hafði ætlast til þess, að Jakob fengi hana. En hann kennir í brjósti um Esaú og veitir honum aðra blessan. KÆRU BÖRN! Hvað mikið sem ykkur langar til þess að eignast eitthvað, þá megið þið aldrei ná þvt með svikum. Það var Ijótt af Jakob að svikja föður sinn og guð hégndi honum fyrir það. Eins hegnir guð ykkur fyrir öll svik. En svo eigið þið líka að ntuna, að þið þurfið aldrei að beita hrekkjum, til þess að ná í neiu gæði, sem guð vill veita ykkur. Guð lætur ykkur fá alt það gott, sem þið hafið gott af að fá. Hann elskar ykkur og blessar ykkur, neitar ykkur ekki um nein veruleg gæði, sem geta verið ykkur til góðs, ef þið viljið hlýða honum og vera börnin hans. Biðjið hann að blessa ykkur í Jesú nafni. Og hann blessar ykkur, börnin mín. 5. v. af sálm.: „Hærra, minn guð, til þín“ í siðasta bl. „Kenn.“

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.