Máni - 29.01.1917, Qupperneq 4
io
M Á N 1
Heimsækið „Fjallkonuna”, Laug-aveg' 23.
Fá dýr er dagur runninn
og dimman er alt í kring,
vappaðu með mór, væna,
á Venusar hrossaþing. —
S. S.
iEfintýri á gönguför.
i.
Dulheyrnir.
Máninn var nýkominn á fætur. Hann fékk sér
„morguntúr" niður í Austurstræti. SLaðnæmdist hjá
Landsbankanum. í því heyrði hann mannamál á hægri
hlið. Hann hlustaði, því að hann hefir svo gaman af
að standa á hleri.
„Ég tilkynni yður hér með, herra minn, að frá því
í dag að teija er yður sagt upp stöðu yðar hér“.
„Nú, af hvaða ástæðum?"
„Ástæðum ?“
„Já, ég tel mig eiga heimtingu á að fá að vita
ástæðurnar".
„Ástœður eru engar*.
„Ég álít slíka ráðstöfun undarlega að ástæðulausu".
„Eg læt yður vita, herra minn, að óg vil að mér
sé hiýtt. Og ef þér ekki hlýðið mér tafarlaust, legg
ég nú þegar af mér hatt minn og kjól og fer heim“.
„Gott og vel, yðar hátign. En með yðar leyfi, vil
ég tilkynna yður, að mér þykir það nú ekki svo
fjarska leiðinlegt. En ef yður þykir það sárt, fyndist
mór ekki nema sjálfsagt að þér færuð með hvort-
tveggja, hattinn og kjólinn með yður“.
„Engin smánaryrði í minn garð, herra minn. Víkið
samstundis á braut frá augum mér. En svo að þér
ekki standið í þeirri meiningu, að ég geri þetta af
illum hvötum, eða af eigin geðþótta, skal ég tilkynna
yður að flokkurinn vill svo vera láta“.
„Hvaða flokkur?"
„Minn flokkur. Og á morgun kemur hér maður í
yðar sæti, sem er alls góðs maklegur. Ég vona að
þér áfellið mig ekki fyrir þetta. Verið þér sælirl“
Út kom maður. í för með honujn slóst unglegur
maður meb gleraugu, sem hafði beðið hans á tröpp-
unum við dyrnar. Þeir höfðu hljóðskraf og kinkuðu
kolli hvor til annars.
Máninn gekk í humátt á eftir þeim upp undir
Skólavörðustíg. Síðan sneri hann við, til þess að leita
fleiri æflntýra.
II.
Á skjánum.
Máninn guðaði eitt kvöld á skjáinn hjá skólanefnd-
inni.
„Hér sé guð“, sagði hann. Svona hafði hann lært
að heilsa á glugga í sveitinni.
„Guð blessi þig“, var svarað innifyrir, í geistleg-
um tón.
„Hvað er þér á höndum?“, spurði önnur rödd, með
eigi minni helgiblæ en hin fyrri.
„Ég er bara að leita æfintýra, eins og fleiri á
kvöldin. En hverjir ráða hér húsum?"
„Það er skólanefndin. Og hún vill hafa frið vib sín
störf. En hver er gesturinn?"
„Máni heiti óg“.
„Blessaður farðu á burtu undir eins, því ef þú
kemur inn hverfur þú alveg. Sú birta, sem kringum
oss skín er meiri en þín. Við höfum sem sé gas“.
„Fyrirgefið herrar mínir, mitt ljós er mór ekki svo
útbært. Ég vil gjarnan lýsa þeim, sem Ijósvana eru.
En þið þurfið þess ekki með. Þið haflð gus. Sælir!"
„Farðu hvert sem þú vilt. Mikill bölvaður skjáhrafn
er hann annars þessi máni“, heyrði hann tautað inn-
an við gluggann, með hertogahreim í röddinni.
Máninn glotti sem honum er tamt. Hann færði sig
upp fyrir efstu rúðuna, svo þeir sáu hann ekki. En
hann sá þá og heyrði til þeirra.
Hvað hann sá, og hvað hann heyrði, vill hann sem
minst tala um.
Þeir töluðu um Jörund og pólitíkina, Hallgrím og
Helgakverið.
Éað, sem þeir samþyktu, samþyktu þeir einhljóða.
„Helgu bræður, helgum oss í vorum sannleika, vor
breytni er réttlæti, og vort orð er sannleikur". sagði
hertoginn.
Síðan sungu þeir útgöngusálminn, og út gengu þeir.
Máninn glotti á eftir þeim, en þeir sáu það ekki.
Svo gaf hann þeim langt nef.
Hrafn.