Máni - 21.02.1917, Blaðsíða 4
M Á N I
Góður sonur,
Í8
„Eg held íylli fjórar stofur minni
fjölskylda en ég og konumynd.
Komdu við hjá kaupmanninum Titlstar,
karl sá hefir ærið vítt um sig,
ellegar hjá okraranum, Dritstar,
ég hef varla nógu rúmt um mig“.
Kvaddi ég og heim til heldri granna
hélt, og bað þá geyma kroppinn minn.
Ekkert skot var innan þeirra ranna
afgangs — fyrir minsta titlinginn.
Hef ég því með hundum úti iegið
hálfan mánuð, lasin, köld og svöng.
Jessen hefir afar-illa vegið
allan matinn, vogin er svo röng.
Nú er komið bréf frá borgarstjóra,
bendir hann mér nú á skotið mitt,
segir hann ég eigi enn að tóra
að eins fyrir hjartalagið sitt.
„Yér höfum af Elíasi eina
afar-stóra síldartunnu keypt,
meistararnir, milli tveggja steina
mitt í holti fengu hana greypt.
Fjórar stofur eru inn í henni,
og í hverri stofu lítil hlóð,
að og frá ég ætlast til að renni
ykkar vatn og skolp úr bæjarlóð.
Byggingarsamþykt í botninn var troðið,
blása mun varla inn né skafa,
þjóðráð og heilbrigðissamþykt var soðið
saman í sponsgöt og milli stafa".
Ait þig blessi borgarstjóri góður!
Bæjarstjórnin lifi-tra-la-la!
Eg er flutt. Og allur þessi óður
er til lofs þér —falla-ralla-ra!
Fjórbýli mér finst í tunnu betra
forarskoti með fram götunni.
Eg er orðin eldri’ en tveggja vetra,
óska hinum góðs í dýrðinni!
„Heyrðu, mútter. Ég get ekki lengur haft þig í
þjónustu minni, hefi engan tíma til þess að sinna
þér. Get líka fengið mann mér óviðkomandi, og sem
ekkert heflr gert fyrir mig, til þess að taka þitt starf
að sér.
Eg veit að þú getur fengið nóg að gera hjá vanda-
iausum. Árni og Bjarni eru búnir að kaupa Langa-
Ranghala af Helga, og þeir þurfa sjálfsagt að fá ein-
hverja kerlingu til þess að skúra, og svo verður mikil
atvinna við hús þeirra Nathans og Olsens, og svo
síld í sumar.
Systir mín vill reyndar helzt senda þig upp í sveit,
því þar „passirðu" bezt. Hún segist ekki geta hugsað
til þess að fara að kynna þig mentuðum „fínans-
mönnum", sem hún kanske kynnist, þú sem ekki
einu sinni talar óhikað dönsku. Eg hefi líka svo mikið
við mína peninga að gera, að eg get alls ekki verið
að leggja þá í svona vitleysu. Eg þarf að gefa „stóra
peninga" með frú Rikss og krakkanum, því þó eg gefi
henni hann alveg þá vill hún samt fá með honum
alla æfi, og svo er hann Vigfús gamli af Nesinu alt
af að „rukka" mig um meðgjöfina með krakkanum
hennar dóttur sinnar. Svo verð ég að hjálpa honum
N. að gefa með krakkanum hans, og svo ætlar R, að
sigla, og ég þarf að hjálpa henni og gefa vel með
krakkanum okkar; já, bara að fjandinn hann Ólsi
meðgangi nú þetta, svo eg fái það ekki líka, og svo
þarf ég að sjá vel um hann föður minn, af því hann
hugsaði aldrei neitt um mig meðan ég var að alast
upp. En þá vanst þú fyrir okkur öllum krökkunum
og honum, og mér finst bezt að hafa þetta svona".
„Ja, en, ja, en. Ég þarf ekkert“. „Ja, en. Ég hefi
ákveðið þetta, og ég má ekki vera að eyða mínum
tíma í neinar stælur. Eg þarf að taka á móti mín-
um gestum, sem ég hefi lofað „sjús“. Svona, út. Eg
loka. Eg þarf líka að fiýta mér að „hringja upp“
læknisfrúna". (Fundið á götunni).
Refirnir i Mongólíinu.
Þar hefir mjög einkennileg refategund mikinn usla
gert og íbúunum þungar búsifjar á ýmsan hátt. Hafa
þeir bitið búpening bænda til skemda, svo landslýðn-
um var um hríð illa viðvært, en heflr þó að mestu