Máni - 21.02.1917, Page 5
M Á N I
19
ómeiddur undan komist, fyrir þá sök að hann varð
undantekningarlítið samtaka gegn þessum ófögnuði,
og gat því spornað við frekara þjóðartjóni.
Annars er sagt, að helztu náttúruvísindamenn
vorra tíma telji refategund þessa mjög einkennilega
og sérstaka í sinni röð. Kvað þeim teljast svo til, að
á íslandi hafi sú tegund refa verið á dögum Gissurar
jarls, en um það bil er hann dó, liðið undir lok. En
svo hefði hún aftur komið fram á dögum Gissurar
Einarssonar biskups. En síðan ekki orðið vart fyr en
í Mongólíinu. Einn merkur dýrafræðingur kvað hafa
stungið upp á því, að kalla þetta refakyn Gissurana,
vegna sagna þeirra, er menn hafa um uppruna þess.
Nú eru þeir taldir aldauða, þó kvað einn hafa sézt
eigi alls fyrir löngu, eftir síðustu fregnum. Er mælt,
að þeir hafi ætlað með áfergi mikilli og hamagangi
að ráðast inn yfir Kínverjamúrinn, en á stökkinu yfir
rekið krúnurnar svo hraparlega á múrbrýrnar, að þeir
þeir hefðu fallið öngvita til jarðar, og íbúarnir svo
gengið milli bols og höfuðs á þeim.
Yonandi að ísland eigi ekki þá óhamingju fyrir
höndum, að þessir svokölluðu Gissurar rísi hér upp
aftur. Zoolog.
Hálkan.
Hálkan var orðin háskaleg,
herfilega voðaleg.
Stúlkurnar á strætunum
stungu niður hœlunum, —
Og bæjarstjórnin blessuð var
að bera vatn á göturnar.
Út af þessum ósköpum
ýmsir spáðu kynvillum.
Ýmsir grétu,
en aðrir létu
sér ekki bregða
þótt ylti margt á höfuðið.
Ýmsir hlógu,
en aðrir slógu
þá aðra’ er stóðu’ um glerstrætið.
Götuna Lalli labbaði,
langaði’ að fá sér áfengi,
af því kæra konan hans
komin var til Andalands.
En Bankastræti bölvað er
að brúka fyrir rennigler,
sérstaklega á síðkvöldum,
svona af vissum ástæðum.
— Þótt oft sé gaman
að ganga saman
og gamna sér á strætunum. —
Og minst er varði
hann lá, en hjarði
í líksárum hjá Turninum.
Upp gaut Lalli augunum,
ekkert líkur draugunum,
og leit við sína hægri hlið
— hýrnaði við gamanið —
þar var komin kona ný
kjörlegust í þessum bý,
sem hafði runnið á r...inum
rétt onaf Laugaveginum.
Hvort hann þagði
eða hvað hann sagði
— með hlátursbragði.
Eg held það komi engum við.
En hún snerist
eins og gerist
í ýsuveri um lágnættíð.
Þarna hýmdu þau hlæjandi,
hrópandi og æjandi.
Ei þau máttu af öðru sjá
og ekki þá sem gengu hjá.
„Heyrðu, góða geislalín,
guð vill að þú verðir mín
fyrst í hálku hendingum
hittumst við hjá Turninum.
Þig vil eg eiga,
en aðeins mega
þér unna Yeiga
sem mjúkhentur mannvinur".
Þar ijúft var gaman
að gista saman.
En lóðargjaldið tók Guðmundur.
Rétt í því kom ráðhollur
reglu-tra-ia-Sigurður,
og sagðist vilja semja um
I