Máni - 21.02.1917, Side 9
M Á N I
23
/
varð svo „innligsa". Mórauð rolla lamblaus fylgir hon-
um í bandi — einn sagði að það væri samvizkan.
Sá, er teiknar beztu myndina af hertoganum, fær
4 fyrstu bl. af Mána að verðlaunum.
G.v.
Glæringar.
SAMTAL.
Málfræðingurinn: „Hlustaðir þú á fyrirlesturinn,
„Dauðinn", hjá Haraldi í gær?“
Skáldið: „Nei, varst þú þar?“
Málfr.: „Já“.
Sk.: „Og þú slapst þaðan lifandi?“
Málfr.: „Ójá, en rnikil ósköp langar mig siðan tii
að deyja".
Sk.: „Slíkt getur maður sagt að hafi áhrif".
Málfr.: „Já, en mest dáist ég að trúarsannfæring-
unni hjá Haraldi, sem flytur fjöll, og mokar pening-
unum í alla vasa hans“.
Sk.. „En ætli só nú ekki hægt að flytja þá trúar-
sannfæringu til með peningum?"
Málfr.: „Það gerir nú ekkert til “.
Skáldið las Ijóð. Þá sagði sagnfræðingurinn: „Það
vildi eg óska, að þér væruð mállaus, eða ég heyrn-
arlaus". ' .
HVAR?
helzt á að birta viss atvik, sem fyrir kunna að koma,
í höfuðstaðnum. Því nú er um að gera, þegar maður
verður fuliur, að auglýsa það, en þó ekki nefna nafn,
til þess að sökin geti eins lent á saklausum, eins og
sekum, í augum þeirra, sem ekki vita, að stundum
er líka logið. Það þykir nú heiðarlegast að fara með
dylgjum, vífilengjum og aðdróttunum, að baki mönn-
um. En þeim einum mun þykja það heiðarlegt, sem
vita, að þeim er hollast sín og sinna vegna að fara
gætilega, en geta þó ekki drengskapar og sálar-
göfgis vegna látið það ógert að kasta skugga á heið-
arlegri menn, en þeir sjálfir eru, sem vilja gera aðra
fífl af því að þeir eru sjálfir fífl,
En vildu þeir nú ekki hreinsa fyrir sínum eigin
dyrum, svona heiðursmenn, áður en þeir færast meira
í fang?
Öskudagur.
„Nú eru hátíðir hver af annari“.
Bolludagur,
Sprengikvöld og
. Öskudagur.
Fastan fjórheilög i garð gengin. Ættu menn að vera
sæmilega undir hana búnir og nýnæmið, maísbrauðið.
Og vera ekki með neina rellu út af því, þótt ekki séu
til þess að „dekorera" magann skrautglundur-kök-
urnar gómsætu, allavega litu og flúruðu, rauðar, gular,
grænar og bláar, röndóttar, bröndóttar, flekkóttar, díl-
óttar, skjöldóttar og bíldóttar og allavega lagaðar,
kringlóttar, mjóar og aflangar og sívalar eins og sí-
valningar.
Bolludagurinn varð ungum og gömlum til skemt-
unar og enginn kvartaði undan flengingu, og Sprengi-
kvöldið mun hafa öllum orðið til saðsemdar, og eng-
inn mun hafa sprungið, að því er heyrst hefir. Það
gerði nú ekkert til.
En Öskudagurinn? Hvernig á hann að verða ?
Hann á að verða til andlegrar næringar og helgunar,
til undirbúnings undir rétta breytni á föstunni.
En þar eð sú venja hinnar kaþólsku kirkju, mun
eigi lengur tíðkuð hér á landi, að brenna greinar á
Pálmasunnudag og geyma öskuna til Öskudagsins í
helgu skríni til þess, að strá yfir söfnuð á kirkjugólfi, til
þess að innræta honum hvað hann væri, vill „Mán-
inn“ í þetta sinn taka það að sér, og flytja mönnum
hin helgu tíðindi: uð þeir séu duft og aska. Þótt eigi
fari athöfn þessi fram á kirkjugólfi, eru menn þar
með vígðir til helgunar á föstunni.
Munið eftir að éta ekki kjöt á föstunni, en að eins
maísbrauð, því það er sannarlegt Manna,
Og drekkið ekki brennivín, heldur spólu, koges, eða
hárvatn. Það bætir sjón, heyrn og meltingu.
Fastan verði öllurn sannarleg langafasta, ekki sist
þessum skilningsdaufu, óforbetranlegu syndugu mönn-
um, sem vanhelga heiðvirðina, réttlætið, mannúðina
og siðferðið með því að bragða áfengi í bannlandinu.
En um eitt eru menn beðnir, sem sé það, að hlaða
ekki svo miklu af öskupokum á Mánadrengina, að
þeir komist ekki um göturnar með hann.
Lengi lifi öskudagurinn!
Húrra, húrra, húrra, húrraaaaaaaaa!