Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 7

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 7
IX. ÁRG. MÁNAÐARTÍÐINDI. 7 Afsakanir. Þegar vjer höfum gjört eitthvað Ijótt og órjett, erum vjer ætíð reiðu- búnir að koma með afsakanir, höfum allt á takteinum til þess að bera í jbætifláka tyrir oss. Stundum afsökum vjer oss með því að vjer ekki höfumvitað betur, stund- um með þyí, að allir gjöri þetta sama, en þetta eru fáfengilegar af- sakanir, sem ekkert gildi hata, því vjer gátum og áttum að þekkja bet- ur guðs vilja, ef vjer aðeins hefðum viljað, en vjer lokum opt augum vor- um til þess að vjer ekki skulum verða minntir á skyldu vora,— Vjer getum allir gjört skyldu vora, því það -er ómögulegt, að guð, sem er rjett- látur, og þar til algóður guð, fari að krefja^t meira en hann hefur gefið -oss krapta til að gjöra; allt sem hann býður oss horfir oss sjálfum til heilla ■og því skyldi hann, þá leggja á oss þyngri byrði, en vjer getum borið. En vjer vanrækum svo opt að sækja kraptinn þangað sem hann er að fá, vanrækjum a) s;yr.cjx vora and- legu og líkamlegu krapta og afsök- nm oss svo einatt með getuleysi voru. Ekki er það heldur nein afsökun að allir gjöra það sama, því það sem Ijótt er og syndugt, verður aldrei fallegt eða heilagt. þó margar þús- undir gjöii það og fremji. Það sem ■er andstygð í guðs augum hjá hinum einstöku, verður það eklci slður þótt heilar þjóðir gjöri það. Það erheld- ur engin huggun í þeirri tilhugsun að glatast með margmenni. Með af- sökunum vorum svfkjum vjer sjálfa oss og villum sjónir fyrir oss, svo vjer eigi sjáum synd vora, og reyn- um að betra oss og lagfæra galla vora. Kæri vinur! láttu ekki áminning- una drukkna í afsökunum þínum. Játaðu synd þfna og reyndu að leggja hana af. — ===♦== Frá fjelaginu. Jólaguðsþjónustur vorar voru vel sóttar. 2. janúar höfðum vjer afmælisfund vorn; þá var félagið ársgamalt. A fundi vortt nær 190 Ijelagsmenn og þar að auki 80 úr smádrengjadeild- intii og fleiri. Það er fjölmennasti fundur, sem vjer höfutii haldið með því nær fjelagsmönnum einum. A fundinum voru sýndar skuggamyndir af »Ferðinni kringum hnöttinn« og endað með stuttri útleggingu og heim- færzlu yfir Opinb. 3, 7—13. Vjer verðttm brátt að fara að hugsa um að koma oss upp ofurlitlum byggingarsjóði, því mörg ár rnega ekki líða, þangað til vjer eignumst vort eigið hús, og getum hagað því eptir þörfum vorum. Þið hugsið ef til vill, að annað sje hægra en slíkt, en sigursæll er góður vilji. Það má sjá á fjelagi einu ungra manria í þorpi nokkru á Þýzkalandi. I þorpi því ertt 500 fbúar og í fjelaginu ertt 15 meðlimir og þessir 15 hafa byggt sjer hús! — I stríðinu milli bandaríkjanna og Spánar sendi sambandsstjórn fjelag-

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.