Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 8
8
MÁNAÐARTÍÐINDI.
II. ÁRG.
anna í bandaríkjunum 300 unga
menn út á sinn kostnað til þess að
hjálpa og aðstoða hermennina. Þeir
höfðu með sjer 70 stór tjöld og út-
buggu þau svo, að þau urðu notuð
til að lesa i þeim og skrifa í þeim.
Svo voru baldnar uppbyggiiegar og
fræðandi samkomur fyrir hermenn.
A herstöðvunum við Mt. Gretna,
Camp Thomas og á Porto Rico voru
tjöldin notuð af hermönnunum svo
vel, að hjer um bil 1700 heimsóttu
þau daglega. Hjer er til sýnis brjef
frá hermanni úr 69. »New York-regi-
menti« :
»Tjald K. F. U. M. liggur milli
herdeildar vorrar og fyrstu Arkansas-
herdeildarinnar. Þar er næsta fjör-
ugt líf og þar kunna menn við sig.
Alls staðar fullt af monnum við öll
borð og á öllum stólum. Óaflátan-
lega er verið að biðja um skrififæri
að skrifa heim mæðrum, unnustum
og vinum. Allt af er einhver, sem
leikur á orgelið svo það fær aldrei
að vera í friði. Og lyrir oss er það
mesta skemtun að fá að heyra »musik«
hún gleður oss og fjörgar og gjörir
hermannalífið þolanlegra. Töflin eru
allt af í gangi, og þá eiga helditr
dagblöðin að heiman enga næðis-
daga. Það er starfað af alhug fyrir
oss og hermennirnir kunna að meta
það. Marga af þeim hefi jeg heyrt
segja að þessi kristilegu fjelög hafi
uppgötvað, hvers hermennirnir þyrftu
með, og hvorki sparað peninga eða
velvilja til þess að færa oss það«.—
(Eptir »Bcrgcns Ynglingcfcrcnings Maanedsblad#.)—
Ritarinn 1 fjelaginu í Bergen, Kr.
Piene, hefur sent oss bók, sem hann
hefur gefið út og heitir »Emner og
Tanker«. Bókin hefur inni að halda
ágætan leiðarvísir til að velja efni í
samræðuíundi og er rík af alls kon-
ar hugleiðingum og má fá úr henni
góð efni 1 ræður og samtöl.
Bókin er 122 bls. og kostar kr.
1,60. Það má panta hana hjáútgef-
anda blaðs þessa.
EINA LÍFIÐ;
Fimm ræður eptir sjera Friðrik J.
Bergmann hefur fjelagið til sölu.
Andvirðið fyrir 500 eintök af þess-
um ræðum fellur til unglingatjelags-
ins hjer. Þeir, sem vilja styrkja fje-
lagið og um leið eignast ágæta bók,
ættu að kaupa þessar ræður og munu
þeir komast að raun um, að ekki geta
þeir betur varið 50 aurum, því
bókin kostar ekki meira.
Þeir, sem útvega 6 árskaup-
endur að blaði þessu og borga fyrir
fram, fá 7. eintakið frítt.
Þetta blað kemur út einu sinni
á mánuði og kostar fyrir allt árið,
sje fyrirfram borgað, eina 50 aura.
Þeir, sem panta og borga minnst 6
eintök fá það portofrítt sent.
Sögurnar, sem koma í blaðinu,
koma út við árslok sjerprentaðar og
fá þær allir fastir kaupendur, fyrir aðra
kosta þær eitthvað sjerstakt.
Blaðið ábyrgist:
Fr. Friðriksson
cand. þhil.
Grjótagötu 12.
Glasgow-prentsmiðjan.