Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Síða 7
5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
LlTLl LÁVARÐURINN
EPTIR
F. H. BURNETT
Nokkrum mínútum síðar fylgdi hár þjónn
í einkennisbúningi Sedrik að bókasafnsdyr-
unum, opnaði þær og sagði í hátíðlegum
róm: „Fauntleroy lávarður, lávarður minn!“
-— Þótt hann væri aðeins þjónn fannst hon-
um þetta samt hátíðlegt augnablik, er erf-
inginn kom heim og var leiddur inn fyrir
jarlinn, sem hann átti að erfa að eignum og
nafnbót.
Sedrik gekk inn í salinn. Það var ákaflega
stórt og skrautlegt herbergi, með viðamikl-
um útskomum eikitrjeshúsgögnum og stór-
um bókaskápum, fullum af bókum. Húsgögn-
in voru svo dökk, gluggatjöldin svo þykk,
og gluggamir með tigulmynduðum rúðum
voru í svo djúpum gluggakistum og það
virtist svo langt endanna milli á salnum, að
nú þegar sól var setzt, var allt fremur
skuggalegt þar inni.
Eitt augnablik hjelt Sedrik að enginn væri
í salnum, en brátt sá hann að við eld, brenn-
andi á víðum arni, var stór hægindastóll og
að einhver sat í stólnum, sem leit ekki við
fyrst í stað.
En það var annar þar inni sem veitti
komu hans eptirtekt. Á gólfinu við hæg-
indastólinn lá hundur, ákaflega stór, gulmó-
rauður hundur, næstum á stærð við Ijón; og
þessi mikla skepna reis hægt upp og kom
labbandi á móti litla drengnum.
„Dúgal, komdu og ligðu kyr!“ sagði þá
maðurinn í hægindastólnum.
En Sedrik hafði aldrei verið hræðslu-
gjarn; hræðsla og tortrygni áttu ekki heima
í hjarta hans. Hann lagði höndina blátt
áfram og hiklaust á háls stóra hundsins og
svo gengu þeir báðir saman inn til jarlsins.
Og þá leit jarlinn upp. Það sem Sedrik
sá, var stór og hár gamall maður með stríðu
hvítu hári og gráum augnabrúnum; nefið
var hátt og bjúgt eins og amarnef, og aug-
un djúp og snör. Það sem jarlinn sá, var
yndisfagur drengur í dökkum flauelsfötum
með breiðum knipplingakraga; hið mjúka,
ljósa hár, fjell í liðuðum lokkum niður með
undurfríðu og þó gerðarlegu andliti; vin-
gjarnleikinn skein út úr hinum sakleysis-
legu, björtu augum. Allt í einu var eins og
blossaði upp í hjarta hins harðgeðja gamla
jarls ofsafögnuður og undragleði, er hann
sá hve þreklegur og fallegur drengur sonar-
sonur hans var, og hversu djarfmannlegt
upplit hans var, þar sem hann stóð fyrir
framan hann með höndina hvílandi á hálsi
stóra hundsins. Hinum ráðríka gamla að-
alsmanni þótti vænt um að sjá að barnið
sýndi enga feimni eða ótta, hvorki við hund-
inn eða sjálfan hann. Sedrik leit á hann al-
veg eins og hann hafði litið á hliðvarðar-
konuna og ráðskonu hallarinnar, og kom al-
veg upp að stólnum.
„Ert þú jarlinn?" sagði hann. Jeg er
sonarsonur þinn, sem hr. Havisham kom
með, eins og þú veizt. Jeg er Fauntleroy lá-
varður“.
Hann rjetti honum höndina af því að hann
þóttist vita að sú kurteisi væri sjálfsögð
einnig við jarla. — „Jeg vona að þjer sjeuð
frískur“, sagði hann mjög vinsamlega.
„Mjer þykir mjög vænt um að sjá þig“.
Jarlinn tók í hönd hans. Það var einkenni-
legur svipur á andliti hans; hann var í
fyrstu svo forviða, að hann vissi varla hvað
hann átti að segja. Iiann starði á drenginn
eins og einhverja undramynd, og virti hann
fyrir sjer frá hvirfli til ilja.
„Jæja, svo þjer þykir vænt um að sjá
mig? sagði hann. „Já“, svaraði Fountleroy,
„fjarska!“
Það stóð þar stóll rjett hjá og hann sett-
ist niður á hann; það var bakhár stóll og er
hann hafði hagrætt sjer í honum náði hann
ekki ofan á gólf með fæturna, en það virtist
fara vel um hann þar sem hann sat og
horfði á sinn hátigna ættingja fast en þó
frekjulaust.
„Jeg hef mikið hugsað um, hvernig þú