Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 fullnægjandi, þá kemur það til af því að þú liefur ekki gefið honum full tök á þjer, á lífi þínu og vilja. Ef vjer höfum ekki fundið hann fullnægjandi, þá sönnum vjer aðeins með því vantrú vora og hálfvelgju. Verðum vjer ekki að andvarpa: „Jeg trúi að sönnu en hjálpa þú trúleysi mínu,u Og Jesús getur það ef vjer viljum lofa honum að gjöra það. Ritningarorð til íhugunar. Páll negir: „IJvar er vitringur? Hvar fræði- maður? Hvar orðkappi þessarar aldar. Hefur Guð ekki gjört að heimsku speki heimsins?" 1. Kor. 1, 20. Gyðingar heimta, tákn og Grikkir leita að speki, en vjer prjedikum Krist, krossfestan, Gyðingum hneyksli, en heiðingjum heimsku. 1. Kor. 1,22 — 23. „Speki þessa heims er heimska hjá Guði“ „Drottinn þekkir hugsanir vitringana, að þær eru hjegómlegar“. 1. Kor. 3, 19 — 20. „En það sje fjarri mjer að hrósa mjer, nema af krossi Drottins vors Jesú Krists, fyrir hvern heimurinn er mjer krossfestur og jeg heiminum.“ Gal. 6, 14. „En hvað sem öðru líður, þá hagið safnað arlífi yðar eins og samboðið er fagnaðarerind- inu um Krist, til þess að.........jeg fái að heyra um yður, að þjer standið stöðugir í einum anda og berjist saman með einni sál fyrir trú fagnaðarerindisins, og látið í engu skelfast af mótstöðumönnunum11 Pil. 1, 27. Karlakór K. F. U. M. hjelt þ. 11. þ. m. minning þess að þá voru liðin 10 ár frá því að Kórið, sem áður hafði starfað en legið niðri um stund, var endur- reist og umskapað, og fjekk fyrir söngstjóra Jón Halldórsson, ríkisfjehirði. Þá byrjaði nýtt tímabil í kórsöngs-sögu K. P. U. M., og það kom brátt í ljós að búast mætti við góðu úr þeirrí átt. Var kominn maður til sögunn- ar, sem kunni að halda saman kröptunum og knýja fram bæði áhuga og dugnað. Ber nú öllum saman um að Kórið hafi náð mikl- um þroska. Kom það bezt í ljós í Norvegs- förinni; en í þeirri för fjekk það mjög góð- an orðstýr. — En saga Ivórsins sýnir hvað langt má ná með ósjerhlífni og dugnaði þrátt fyrir miklar ytri hindranir, og liún sýnir um leið hve mikil þörf er á að hið nýja fjelagshús K. F. U. M. komizt sem fyrst upp til þess að slíkar starfsgreinar eins og Karla- kórið þurfi ekki að hrekjast úr einum stað í annan með æfingar sínar, heldur geti haft varanlegan samastað. Það hefur verið hin mikla sorg og erfiðleikar á síðari árum, að vjer höfum þurft vegna rúmleysis í húsinu að úthýsa bæði þessum og ýmsum öðrum greinum, svo að þær hafa þurft að vera á hrakningi. Vandræðin vaxa með hverju ári. Þessvegna er það stórt gleðiefni, hve dugn- aður söngstjóra og Kórsins hefur náð miklu og sigrað marga örðugleika. — Karlakórið hjelt hátíðlega 10 ára minninguna með sam- söng miklum í Nýja Bíó og borðhaldi á ept- ir. Þar var söngstjóranum fært að gjöf frá flokknum mjög fagurt og vandað gullúr. Knrlakór K. F. U. M. 10 óra. Hjer vil jeg una. Hlýtt mjer draumar falla. Hugblærinn vekur traust i minni sál Bræður og vini vil jeg mega kalla vormanna sveit, er hyllir söngsins mál. Fáþættu ljóði, kveð jeg ykkur alla, einlægum hug, - og tæmi vinar skál. Timarnir liða, titra hrjóstin ungu táliausum harmi, vermir æskurós. Vinirnir þagna,*þeir er áður sungu. Þekkir ei veröld nema stundarhrós. Haustfölvi klæðir hjarta manns og tungu, hugur þó býr við minninganna ljós. Hvers her að minnast ? Helst þess sanna og- góða hugljufast er að geta þannig mætst. Við megum þakka vöxt og hollan gróða, vinmarga sveit; og lifið allra hæst.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.