Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.03.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. aldrei í hug, að jeg mundi nokkurn tíma eignast hest sjálfur. Það var lítill drengur á Fimmtugötu, sem átti hest og hann var van- ur að ríða út á hverjum morgni og við vor- um vön að fara þangað og ganga framhjá húsi hans til þess að sjá hann“. Hann hallaði sjer svo aptur á bak upp að sætisbakinu og horfði á jarlinn með auð- sjáanlegri hrifningu í nokkrar mínútur án þess að segja eitt orð. „Jeg held að þú hljótir að vera sá bezti maður, sem til er í heimi“, sagði hann að síðustu. Þú ert allt af að hugsa um að gjöra gott, er það ekki — allt af að hugsa um aðra. Ljúfust segir að það sje hið allra göfugasta; ekki að hugsa um sjálfan sig heldur um aðra. Það er einmitt það sem þú ert allt af að gjöra“. Hans hágöfgi varð svo alveg orðlaus að sjá sig uppmálaðan með svo fögrum litum, að hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann fann að hann þurfti umhugsunartíma. Að sjá allar sínar ljótu og eigingjörnu hvat- ir breyttar í göfugar og drengilegar af hinu einfalda sakleysi barnsins, vakti alveg sjer- stakar tilfinningar. Fauntleroy hjelt áfram og horfði á hann með hreinustu aðdáun í sínum stóru, skæru sakleysislegu augum. ,,Þú gjörir svo marga glaða“, sagði hann. „Það er nú hann Mikael og Bridget og tólf börnin þeirra, og svo er eplakonan og Dick, og hr. Hobbs, og hr. Higgins og kona hans og bömin þeirra, og sjera Mordant — jeg sá að hann varð glaður, — og svo er Ljúf- ust og jeg út af folanum og öllu öðru. Veiztu það að jeg hefi reiknað þetta allt á fingrunum og í huganum. Það eru 27 mann- eskjur í allt, sem þú hefur gjört glaðar, sem jeg veit af. Það er ekki svo lítið 27 manneskjur“. „Og jeg var sá, sem var góður við þær og gladdi þær“, sagði jarlinn. „Var það?“ „Já, það held jeg nú“, sagði Fauntleroy; „þú gjörðir alla svo glaða. En veiztu“, sagði hann hálf hikandi, „að menn hafa stund- um mjög rangar hugmyndir um jarla, þegar menn þekkja þá ekki. Það hafði hr. Hobbs. Jeg ætla að skrifa honum og segja honum allt eins og það er“. „Hverjar voru hugmyndir hr. Hobbs um jarla?“ spurði jarlinn. „Já, sjáðu til“, sagði hinn ungi fjelagi hans, „meinið var að hann þekkti engan jarl, og hafði aðeins lesið um þá í bókum. Hann hjelt — og þú mátt þykkjast af því — að jarlar væru blóðugir harðstjórar; og hann sagðist alls ekki vilja hafa að þeir væru að drolla í búðinni hans. En ef hann hefði þekkt þig, þá er jeg viss um að hann hefði haft allt aðra hugmynd. Jeg skal segja hon- um allt um þig“. „Hvað ætlarðu að segja honum?“ „Jeg ætla að segja honum“, sagði Faunt- leroy heitur af ákafa. „Jeg ætla að segja honum að þú sjert sá bezti maður, sem jeg hef heyrt getið um. Og að þú sjert allt af að hugsa um aðra menn og gleðja þá, og að jeg vona, þegar jeg verð stór, að geta þá orðið líkur þjer“. „Líkur mjer!“ hafði jarlinn upp, og leit framan í hið fjörlega andlit. Og honum fannst eins og eitthvað í ætt við roða stíga upp undir hinu skorpnaða skinni; hann leit allt í einu undan og fór að horfa út um vagngluggana á stóru beykitrjen, og sól- skinið á gljáandi rauðbrúnu blöðunum þeirra. „Já einmitt líkur þjer“, sagði Faunt- leroy, en bætti svo hæversklega við: „ef jeg get. Ef til vill er jeg ekki nógu góður, en jeg ætla að reyna“. Vagninn rann niður hin fögru trjágöng undir hinni laufríku hvelfingu og framhjá opnum grænum svæðum, sem lágu böðuð í sólskininu. Fauntleroy sá aptur ihina fögru staði, þar sem burknar og bláklukkur vögg- uðu sjer í andvaranum; hann sá dádýrin standa eða liggja í hinu háa grasi; sá kan- ínur skjótast burtu; heyrði akurhænsnaþyt og fuglasöng. Og honum fannst allt þetta

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.