Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 Kristilegur barnalærdómur eptir Lútherskri kenningu. Höf.: Helgi Hálfdánarson. Þ. 24. 8ept. í haust sem leið voru liðin 50 ár frá því hið svokallaða Helgakver var lögleitt til barna uppfræðingar á Islandi. Jeg hef hvergi sjeð að þess hafi verið minnst. Áður voru kennd dönsk kver þýdd. I fyrsta sinni fengum vjer barnalærdómskver á ís- lenzkn, frumsamið af íslenskum kirkjumanni. Það var inerkilegur atburður í íslenzku kirkju- lífi. Sagt er að frumsmíð standi til bóta og er það satt, en þessi frumsmíð hefur staðið óhögguð í 50 ár, og ekki aðeins staðið við hliðina á öðrum kverum, heldur utrýmt þeim. Það útrýmdi lærdómsbók Balles og Balslevs, sem lærðar höfðu verið upp að þeim tíma. Klaveness kverið fjekk aldrei riðið „Helga- kver“ úr söðli, heldur ekki „Ljóðakverið“. — Varla hefur um nokkra íslenska bók stað- ið meiri styrjarþytur en um þetta lærdóms- kver. Og þó heldur það velli. Það er meist- aralega samið og er náð svo miklu kristilegu innihaldi í það að furðu gegnir, en samt svo ljóst og skipulegt að það er ekki of torvelt nokkru meðalgreindu barni. Auðvitað þarf helzt góða lifandi kennslu með því, og það þarf að læra það vel, en svo er um allar bækur, sem nokkuð er í varið. Ekki er það tilgangurinn að fara að rita langt mál um kverið, að eins að geta þess og minna oss á að þakka Guði fyrir alla þá blessun, sem það hefur haft í för með sjer í 50 ár. Hve mikil duld áhrif hafa stafað frá því til viðhalds trúar og heilbrigðs siðferðis meðal þjóðar vorrar, veit enginn nema Guð einn, því þótt ekki hafi ávöxturinn komið í Ijós strax, þá hefur orðið og lífsreglurnar starfað niðri í undirmeðvitundinni, einkum þar sem það var lært utan að. Kristnir menn ættu allt af að hafa það við hendina, því það er svo góður leiðarþráður í kenningum kristilegrar kirkju, og sá sem tileinkar sjer það vel, yrði ekki eins ginkeyptur fyrir alls- konar trúarvillum, eins og margt fólk virð- ist vera, sem skekið er af sjerhverjnm nýjum kenningaþyt, einkum ef hann blæs í and- kristilega átt. Það væri vert þess, að það hefði nú verið gefið út í nýrri útgáfu, þar sem ritningar- greinarnar hefðu verið færðar til samræmis við nýju þýðingu biblíunnar; og hefði þá um leið mátt á stöku stað breyta lítilsháttar setn- ingaskipun til þess að gjöra hana þýðari. Sömuleiðis hefði átt vei við að íslenzk.a kirkj- an hefði á Synodus sinni á Hólum í sumar sem leið staðfest 12 fyrstu kaflana sem játn- ingarrit Islenzku kirkjunnar, eða að minsta kosti lagt þá til grundvallar bindandi játn- ingarrits fyrir íslenzku evangelisk-lúthersku kirkjuna. En hvað sem því líður, þá er það áreið- anlegt að margir trúaðir menn þakka fyrir þessa góðu guðsgjöf og blessa minningu hins ágæta höfundar. K. F. U. M. og K. F. U. K. í Hafnarfirði, Fjelögin vígðu sitt nýja fjelagshús þ. 16. Dec. f. á. að viðstöddum nær 4 hundruðum manna. Salurinn er bæði bjartur og loptgóður og ágætur til að syngja í. Að neðan er hann blár, hvítur að ofan og rauður bekkur milli höfuðlitanna. Samkoman var mjög hátíðleg; byrjaði stund- víslega kl. 8'/2 með söng og bæn og söng. Síðan söng karlakór undir stjórn Friðriks organista Bjarnasonar: „0 Guð vors lands“, og stóðu allir á meðan. Þá var haldin vígslu- ræða, teksti: 1. Kon. 8, 27—31. Þá var sung- ið: „Mikli Drottinn dýrð sje þjer“. Og söng karlakórið: Vígslukvæði undir laginu „Eld- gamla ísafold“. Þarnæst talaði prófasturinn Árni Björnsson um K. F. U. M. og Kirkjuna og þar á eftir talaði sjera Bjarni Jónsson.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.