Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Qupperneq 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
5
H J A RTA
Eptir Edmondo de Amicis.
Bók handa drengjum.
Jeg hjelt að Garoffí ætlaði að hníga tii
jarðar. ,,Komdu!“ sagði Garróne fast og
ákveðið. „Jeg skal vernda þig“. Hann stakk
hendinni undir handlegg hans og dró hann
með sjer, og studdi hann eins og sjúkan
mann. Menn sáu þetta og skildu hverju það
sætti. Og nokkrir hlupu fram með reidda
hnefa. Garróne gekk fram á móti þeim og
hrópaði: „Ráðast tíu menn á einn dreng!“
Þeir námu staðar og lögregluþjónn tók í
höndina á Garoffí og leiddi hann og ýtti
mannþrönginni frá, og fór með hann að bak-
arabúð, þar sem særði maðurinn hafði ver-
ið borinn inn. Þegar jeg sá hann, þekkti jeg
hann allt í einu; það var gamli embættis-
maðurinn, sem býr með sonarsyni sínum á
fjórða lopti í húsinu okkar. Ilann lá á legu-
bekk og var klútur fyrir augunum. „Jeg
gjörði það ekki viljandi!“ sagði Garoffí með
ekka, hálfdauður úr hræðslu. „Jeg gjörði
það ekki viljandi!“ Tveir eða þrír hrundu
honum ruddalega inn í búðina og hrópuðu:
Fleygðu þjer niður! Biddu fyrirgefningar!“
Og þeir köstúðu honum niður á gólfið. En
allt í einu var hann gripinn af tveimur sterk-
um örmum og reistur á fætur, og sagt var
í ákveðnum rómi: „Nú, nú, herrar mínir!“
Það var skólastjórinn okkar, sem hafði sjeö
það allt. „Með því að hann hefur haft hug-
rekki til að igefa sig sjálfur fram, hefur eng-
inn rjett til að fara illa með hann“. Allir
stóðu steinþegjandi. „Biddu manninn fyrir-
gefningar“, sagði skólastjórinn við Garoffí.
Garoffí fór að hágráta og umfaðmaði knje
agmla mannsins. Gamli maðurinn þreyfaði
eptir kollinum á drengnum og strauk hann
blíðlega um hnakkann. Og allir sögðu:
„Farðu, drengur minn, farðu í friði heim til
þínl“ c.1 I * i/V
Faðir minn leiddi mig út úr þrönginni og
hann sagði við miig, meðan við gengum eptir
götunni: „Hinrik, mundir þú undir svipuð-
um kringumstæðum geta haft hugrekki til
að gjöra skyldu þína, — að fara og játa yfir-
sjón þína?“
Jeg sagðist halda það. Og hann sagði:
„Gefðu mjer drengskapar orð þitt sem
drengur með hjarta og heiðri, að þú viljir
gjöra það“.
„Jeg gef þjer orð mitt, faðir minn‘.
Særði maðurinn. Sunnud. 18.
í dag sá jeg bróðurson gamla mannsins er
fjekk kúluna í augað, þá sem Garaffi senti.
Hann er hjá frænda sínum, sem fer með
hann eins og hann væri sonur hans. Jeg var
nýbúinn að ljúka við mánaðarlegu söguna,
er kennarinn hafði fengið mjer til þess að
skrifa hana upp. IJún heitir: Litli skrifarinn
í Plorence. Þá sagði faðir minn við mig:
„Við skulum koma upp á fjórðu hæð og fá
að vita hvernig gamla manninum líður í
auganu11.
Við komum inn í herbergi hálfdimmt. Þar
sat gamli maðurinn uppi í rúmi sínu og var
mörgum koddum hlaðið upp við bakið á hon-
um. Kona hans sat við rúmið, og úti í einu
horninu sat bróðursonur hans og var að leika
sjer að einhveru. Gamli maðurinn hafði bindi
um augað. Hann varð mjög glaður við að
sjá föður minn, og bað okkur að setjast og
kvaðst vera miklu betri, og sagði að svo færi
fjarri að hann missti sjónina á auganu, að
hann þvert á nróti yrði góður eptir nokkra
daga. „Þetta var aðeins slys“, sagði hann,
„mjer þykir aðeins leitt að hugsa til angist-
arinnar, sem aumingja drengurinn varð að
þola“. Síðan talaði hann um lækninn, sem
hann ætti von á á hverri stundu að gæta að
auganu. í því var dyrabjöllunni hringt. „Það
er læknirinn“, sagði frúin. Dyrnar opnuðust.
Og hvern sje jeg? Garoffi, í síðu kápunni
sinni, standa þar á þrepskildinum. Hann var