Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Blaðsíða 6
4
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
Frá fjelaginu.
í maí hafa fundir tekið að strjálast eins
og vant er. A uppstigningardag var haldin
fermingarhátíð. Aðaldeildin bauð til sín ferm-
ingardrengjum vorsins. Það var stór og rá
tíðlegur fundur. Var fagurt að sjá þenna skara
af ungum sveinum sitja þar saman ljómandi
af fegurð æskunnar. Menn geta ekki annað
en orðið hrærðir í hjarta af þeirri sjón við
þá tilhugsun að nú eru þessir ungu sveinar
að leggja af stað út í baráttu lífsins. Það var
sæl samvera með saklausri gleði. Daginn
eptir hjelt K. P. U. K. sína fermingarhátíð
fyrir hinar ungu fermingarstúlkur safnaðanna.
Það var einnig mjög skemtileg hátíðarstund.
— Á annan í hvítasunnu hjelt K. F. U. M.
í Hafnarfirði fermingarhátíð og var hún mjög
vel sótt; og þann 27. var haldið samsæti
fyrir fermingardrengina og urðu þannig tvær
fermingarhátíðir haldnar þar.
Vinna inn á landi voru er nú í fuilum
gangi og má búast við góðri þátttöku á vinnu-
kvöldum. Það eru svo blessunarríkar stundir,
sem menn eiga þar saman, að sem flestir
ættu að nota sjcr þetta samveru-tæki og
koma þangað svo opt sem þeir geta.
IJ-D. hefur inni á landræktarsvæði K. F.
U. M. eitt horn til umráða og ræktunar. Þeir
hafa þar blómgarð og er honum prýðilega
fyrirkomið og verður fallegri ár fráári. í miðj-
um reitnum er alþjóðarmerki K. F. U. M.
útfyllt með blómum. Drengir vinna þar inn
frá á mánuaagskvöldum. Það er ekki ónýtt
fyrir drengi að hafa slíkan reit til ræktunar.
Ekkert göfgar hugann og þroskar lyndisein-
kunnina betur, en slíkt starf, og vellagað er
það til að styrkja ástina á ættjörðunni og efla
kærleikann til lifandi vera. Blómin eru mjög
elskulegar lífsverur með sinni eigin duldu
skynjan, og lærdómsríkt er að gefa gætur
að vexti þeirra og ýmsum einkennum. Það
ættu sem flestir U-D. piltar, sem geta komið
því við, að taka þátt í þessu starfi.
Valnr beið ósigur á vormótinu í þriðja
flokki, en vann sigur í öðrum flokki. —
Valsmenn og Valsungar, leggið sem bezt
stund á æfingarnar í sumar en hafið meira
fyrir augum það gagn, er fæst við æflngarn-
ar, en sigurvinninga á kappmótum.
Ýmar undirnefndir og úrvöl eru að starfl í
sumar í ýmsum fjelagsmálum, og margskon-
ar viðfang8efnum. Urval köllum vjer þá
nefnd sem starfar að sama verki ár eftir ár
og sem ekki er kosið eða skipað, heldur hef-
ur myndast til ákveðins viðfangsefnis, og
gangi einhver úr, fær úrvalið sjer mann í
staðinn fyrir hinn fráfaranda eður fráfarna.
Nefnd köllum vjer þá nefnd, sem skipuð er
eða valin til einhvers starfa, og situr hún
aðeins svo lengi, sem þarf til þess að ljúka
hinu ák'veðna verki.
SÖNGUR
opt notaður á jarðræktarkvöldum:
Nú syng jeg um svása foldu
Með sólglæsta jökul-brá,
Um ástkæra móðurmoldu
Og marka’ hana skjöld minn á.
Nú sýng jeg um fögru fjöllin
Og fossanna regin-mátt,
Um blessaðan blómstur-völlinn,
Er brosir á sumri dátt.
Nú syng jeg um fuglasönginn,
Er svellur um móa og börð,
Um hamranna glæfragöngin,
Og glitrandi dögg á jörð.
Nú syng jeg um sæinn víða
Og svellandi brim rið strönd,
Um skipin í blænum bliða
Sem björg sækja og arð í hönd.
Nú syng jeg um móður moldu
Með minning og von i lund
Um niðjanna fósturfoldu,
Og feðranna dýru grund.