Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Page 8
6
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
nm. 1 sama bili heyrði hann kallað m&ð veikri
röddu, rjett fyrir aptan sig: „Herra höfuðs-
maður!“
Hann sneri sjer við. Það var bumbuslaginn
litli.
Hann lá í litlu rúmi, og breitt ofan á hann
upp á brjóstið gróft gluggatjald rúðótt með
rauðum og hvítum rúðum; handleggina hafði
hann lagt ofan á þessa ábreiðu; hann var
fölur og gugginn en augu hans tindruðu enn
há eins og gimsteinar.
„Ert þú hjema?" sagði höfuðsmaðurinn
undrandi dálítið hörkulega. Gott, þú gjörð-
ir skyldu þína“.
„Jeg gjörði allt sem jeg gat“, svaraði
drengurinn. „Varstu særður?“ sagði höfuðs-
maðurinn og leitaði með augunum eptir liðs-
foringja sínum þar nálægt sjer.
„Við hverju mátti búast?“ sagði drengur-
inn, sem eins og hresstist við að tala; hann
fann dálítið til sín af því að hann hafði ver-
ið særður í fyrsta sinn, og það var eins og
það gæfi honum rjett til að tala við höfuðs-
rnann sinn, sem hann annars hefði ekki þor-
að að ávarpa.
„Mjer gekk hlaupið vel fyrst, og jeg þandi
mig, en svo komu þeir auga á mig allt í einu.
Jeg hefði komizt 20 mínútum fyr, ef kúla
hefði ekki hitt mig. En til allrar hamingju
rakst jeg á höfuðsmann úr herráðinu og
honum fjekk jeg blaðið. — Það var dálítið
ei'fitt að komast áfram eptir vinahót kúl-
unnar. Jeg var að deyja úr þorsta; jeg var
dauðhræddur um að jeg myndi aldrei komast
alla leið. Jeg grjet af gremju við þá hugsun
að á hverri mínútu, sem jeg tefðist, kostaði
það mannslíf. 1 stuttu máli. Jeg gjörði það
som jeg gat. Jeg er ánægður. Eru með leyfi
yðar, herra höfuðsmaður, þjer ættuð að gæta
að; yður blæðir sjálfum“.
Undan bindinu um höndina, sem hafði ver-
ið fremur illa gjört, láku dropar af blóði
fram á fingur höfuðsmannsins.
„Mætti jeg ekki dytta að bindinu ofurlít-
ið, höfuðsmaður. Rjettið fram höndina
augnablik“.
Höfuðsmaðurinn rjetti fram vinstri hönd-
iita, og með hægri hendinni ætlaði hann að
hjálpa drengnum að losa um hnútinn og
binda hann aptur; en óðar en drengurinn
hafði lypt sjer upp af koddanum, varð hann
náfölur og mátti til að hníga niður aptur.
„Það gjörir ekkert, það gjörir ekkert“,
sagði höfuðsmaðurinn og dró að sjer særðu
höndina, sem drengurinn var að reyna að
halda í. „Gættu að sjálfum þjer, í staðinn
fyrir að hugsa um aðra; því það sem er lítil-
fjörlegt í fyrstu, getur orðið alvarlegt, ef
það er vanrækt".
Drengurinn hristi höfuðið.
„En þú“ — sagði höfuðsmaðurinn og virti
hann fyrir sjer með athygli, „þjer sjálfum
hlýtur að hafa blætt mikið, þar sem þú ert
svona veikburða?"
„Blætt mikið?“ sagði drengurinn og brosti,
„já og misst dálítið meira, en blóðið eitt;
lítið þjer á!“ Hann fletti ofan af sjer ábreið-
unni.
Höfuðsmaðurinn hrökk eitt skref aptur á
bak, svo brá honum.
Drengurinn hafði aðeins annan fótinn;
hinn hafði verið tekinn af rjett fyrir ofan
hnjeð, og um stúfinn var bundið blóðugu
trafi.
Á þessu augnabliki gekk herlæknirinn
fram hjá, lágur maður og gildur. Hann var
snöggklæddur.
„Já, herra höfuðsmaður", sagði hann og
kinkaði kolli til drengsins. „Þetta tókst slysa-
lega til; það hefði vel mátt bjarga fætinum,
ef hann hefði ekki haldið áfram að hlaupa
eins og vitlaus maður, eptir að hann særðist.
Bannsett bólgan! Það mátti til að taka fót-
inn af honum svo ofarlega. En hann er dáða-
drengur, það get jeg fullyrt; ekki grjet hann
eða hljóðaði. Jeg var hreykinn af því að
hann var ítalskur drengur, meðan jeg var að
taka af honum fótinn, það segi jeg satt. Það