Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Qupperneq 9
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
7
er kröptug-t kyn að honum; það veit ham~
ingjan!“
Læknirinn þaut af stað.
Höfuðsmaðurinn hleypti hvítu brúnunum
sínum og starði fast á bumbuslagann. Síðan
breiddi hann dúkinn ofan á hann aptur, og
eins og í hálfgerðri leiðslu lypti hann hend-
inni upp að höfði sjer, án þess að líta af
drengnum, og tók ofan.
„Iferra höfuðsmaður!“ hrópaði drengur-
inn upp alveg forviða. vHvað eruð þjer að
gjöra, herra höfuðsmaður? Fyrir mjer!“
Og þá, þessi harðlyndi hermaður, sem ann-
ars aldrei sagði milt orð við nokkurn undir-
mann sinn, hann sagði nú í ósegjanlega mild-
um og ástúðlegum róm: „Já, fyrir þjer, jeg
er ekki nema höfuðsmaður; þú ert hetja.!“
Síðan beygði hann sig niður að drengnum
með útbreiddan faðminn, og kyssti hann
þrisvar á hjartað.
Ættjarðarást. þriðjud. 24.
Fyrst sagan um bumbuslagann hefur
hrært hjarta þitt, þá ætti það að vera auð-
velt fyrir þig að gjöra prófritgjörðina þína
um efnið: „Hvers vegna þú elskar Ítalíu“,
íeglulega vel? Iivers vegna elska jeg Italíu?
Koma ekki á augabragði hundrað svör inn
í huga þinn. Jeg elska Ítalíu, af því að móð-
ir mín var ítöisk; af því að blóðið sem renn-
ur í æðurn mínum er ítalskt; af því að sú
mold þar sem grafnir eru þeir dauðu, sem
móðir. mín syrgir, og faðir minn virðir, er
ítölsk; af því að bærinn, sem jeg var fæddur
í, málið sem jeg tala, bækurnar, sem mennta
mig — af því að bróðir minn og systir, fje-
lr.gar mínir og leikbræður, hin stóra þjóð,
sem jeg heyri til, og hin yndislega náttúra,
sem er allt í kring um mig, og allt það sem
jeg sje, það sem jeg elska, það sem jeg dái,
í stuttu máli, það er allt ítalskt.
Ó þú .getur ennþá ekki til fulls skilið þessa
hugarhræring, eða fundið til hennar. En. þú
rnunnt verða hennar var, þegar þú ert orðinn
fulltíða; þegar þú ert á leiðinni heim úr
löngu ferðalagi, eptir langa burtveru, og kem-
ur upp einn morgun og gengur út að borð-
stokknum á skipinu, og sjer í fjarska blána
hin háu fjöll fósturjarðar þinnar; þá muntu
fmna þessa kennd með þeirri ástúðaröldu
sem þá mun streyma inn í hjarta þitt og
fylla augu þín tárum. Þú munt finna þetta í
einhverjum fjai'lægum stórbæ, er þú mitt
inni í hinni ókunnuþröngheyrir nokkur ítölsk
orð töluð af ókunnum verkamanni,er framhjá
gengur, og finnur hjá þjer óviðráðanlega
hvöt til að þjóta til hans eins og væri það
bróðir þinn. Þú munt finna þetta í þeirri
sáru og þóttafullu reiði, sem knýr blóðið
fram í andlit þjer, er þú heyrir einlivern ó-
kunnan lastmæla landi þínu. Þú munt finna
enn sterkar til ættjarðarástar þinnar á þeim
degi, er hótanir óvinaþjóðar kveikja upp ó-
friðarbál á móti landi þínu, og þú sjer vopn
blika á allar hliðar og æskumenn streyma til
gunnfánanna til varnar, sjer feður kyssa
syni, er leggja út í styrjöldina, með uppörf-
unar oiðum, og heyrir mæður grátandi
kveðja þá og segja: Vertu hugrakkur og
sigraðu!“ Þú munt finna þetta sem guð-
dómlega sælu, ef þjer skyldi auðnast að koma
heim til ættborgar þinnar úr slíkri styrjöld,
ásamt með herskörum hennar, þreyttum og
iiia útleiknum, með óbætandi sköi’ð í röðun-
um, en samt með ljóma sigurvinningarinnar
lýsandi úr augunum, og fánana götótta af
kúlum, og ásamt þeim stóran hóp af hraust-
um fjelögum, sem bera reifuð höfuð hátt,
þrátt fyrir afskotna limi og mikil örkuml,
og sjer þá umkringda af hálfvitstola mann-
mergð, sem stráir yfir þá blómum með bless-
unarorðum ogfagnaðarlátum.Þá muntu skilja
ættjarðarástina, finna til ættj arðarinnar í
hjarta þínu. Hinrik minn. Þetta er stórkost-
legt og heilagt mál. Hversu mundi jeg fagna,
ef jeg sæi þig koma heim heilan á húfi úr
orustu fyrir hana, hve mundi jeg þá gleðj-
ast, þú sem ert augasteinn minn og yndi; en
ef jeg þá kæmist að, að þú hefðir bjargað
lífi þínu með því að draga þig í hlje, til þess