Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Page 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Page 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. að forðast dauðann, þá mundi jeg, faðir þmn, sem nú fagna með gleði heimkomu þinni úr skólanum, þá mundi jeg taka á móti þjer með ekka af harmi. Mjer mundi aldrei framar geta þótt vænt um þig. Jeg mundi deyja með þeim broddi nístandi hjarta mitt. Faðir þinn“. Öfund. Miðvikud. 25. Sá sem bezta gjörði ritgjörðina um ætt- jarðarástina var Derossí. En Vótiní hafði gjört sjer vissa von um að fá fyrstu verð- laun. Mjer líkar Vótiní að mörgu leiti, þótt hann sje dálítið montinn og berist helzt of mikið á í klæðaburði, — en nú liggur mjer við að fyrirlíta hann, síðan jeg varð sessu- nautur hans, af því jeg sje, hve mjög hann öt'undar Derossí. Hann keppist við hann; hann herðir sig að læra, en hann getur ekki náð honum á nokkru sviði, því Derossí er tíu sinnum sterkari en hann í öllu tilliti; og Vótiní er fullur af gremju við hann. Carlo Nobis öfundar hann líka, en hann er svo drambsamur í huga, að hann dylur öfund sina af eintómu drambi. Vótiní, á hinni bóg- inn, kemur upp um sig; hann kvartar heima hiá sjer, og segir að kennarinn sje hlutdræg- ur og dragi sig niður. Þegar Derossí svarar bæði fljótt og vel öllum spurningum, eins og hann gjörir allt af, þá kemur ólundarsvipur á andlitið á Vótiní, hann verður niðurlútur og læzt ekki heyra, eða hann reynir til að hlæja; en það er uppgjörðarhlátur. Og allir vita þetta, og þegar kennarinn hrósar Derossí, þá líta allir á Vótiní, sem verður gallsúr á svipinn, og „litli múrarinn“ gjörir sínar ,,hjerabrettur“ framan í hann. í morgun til dæmis, hljóp hann illa á sig. Skólastjóri kom inn og tilkynnti árangurinn af stílagjörðinni. „Derossí hefur fengið tíu tíundu og fyrstu verðlaun". Vótiní gjörði sjer upp fyrirlitningar hósta. Kennarinn leit á hann; það var ekki erfitt að skilja, hvað að honum gengi. „Vótiní“, sagði kennarinn, „láttu ekki höggorm öfund- arinnar ná tökum á þjer; það er höggormur sem nagar heilann og eitrar hjartað". Allir störðu á Vótiní, nema Derossí. Vótiní reyndi til að svara einhverju, en honum vafðist tunga um tönn; hann sat þar eins og steingjörfingur og var náfölur í framan. Síðan, meðan kennarinn var að hlýða yfir, tók hanu, til að skrifa með stórum stöfum á pappírsblað: „Jeg öfunda ekki þá sem fá fyrstu verðlaun vegna hlutdrægni og rang- iætis“. Ilann ætlaði sjer að senda Derossí blaðið. En áður en hann gæti það, sá jeg að þeir sem sátu næstir Derossí fóru að stinga saman nefjum um eitthvað, og hvísla hver að öðrum. Einn þeirra skar með penna- hníf, stóran minnispéning úr pappa, og krot- aði þar á höggorm svartan. Vótiní tók eptir þessu. Kennarinn gekk út eitt augnabliií. Nágrannar Derossí stóðu allt í einu upp og ætluðu að fara og afhenda Vótiní „heiðurs- peninginn“ hátíðlega. Allur bekkurinn bjóst við uppþoti. Vótiní tók allur að titra. De- rossí hrópaði: „Fáið mjer þetta!“ „Jæja, ]>að er gott“, svöruðu þeir. „Þú ættir líka helzt að bera hana!“ — Derossí tók „heið- ursmerkið“ og reif það sundur í smáparta. Kennarinn kom nú inn og byrjaði aptur á yfirheyrslunni. Jeg horfði á Vótiní. Hann tók blaðið sitt mjög hægt eins og hann gjörði það í hugsunarleysi, kuðlaði því saman í kúlu og stakk því upp í sig og jóðlaði á því um stund uppi í sjer og spýtti því síðan út úr sjer undir bekkinn. Þegar skólinn var búinn, var Vótiní eins og utan við sig. Hann missti niður þerri- blaðið sitt rjett h.já Derossí. Derossí tók það kurteislega upp og setti það niður í skóla- tósku hans, og hjálpaði honum að spenna á sig töskuna. Vótiní þorði varla að líta upp. Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar kr. 2,50 árg. Afgr.stofa í húsi K F. U. M., Amtmannsstig, opin virka daga kl. 5—7. Sími 437. Pósth. 366. Útgefandi: K. F. U. M. — Prentsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.