Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Page 4
50
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
djörfung, þurfum vjer að halda oss sem
alli-a næst krossi Krists. Því meir og' inni-
legar, sem vjer finnum til frelsisins, er vjer
hlutum þar, í öllurn mikilleik þess, því meiri
og meira knýjandi finnst oss þörfin á því
að gjöra aðra hluttakandi í hinu sama frelsi.
Því betur, sem vjer sjáum vorar eigin synd-
ir og mikilleik frelsis þess, er vjer höfum
hlotið, þess meiri verður löngun vor til þess
að aðrir megi verða hluttakar frelsins og
kraptarins, sem fæst með því.
Því nær sem vjer liíum Kristi, Frelsara
vorum, því betur opnast augu vor fyrir glöt-
unarmöguleikanum, og því betur iinnum vjer
til þess hve ákaflega áríðandi það er, að sál-
irnar frelsist frá þeim ægilega og eilífa voða.
Því meira, sem vjer eignumst af Kristi sjálf-
um inn í líf vort, því eðlilegra og sjálfsagð-
ara verður það fyrir oss, að vitna urn hann
íyrir öðrum, með fullri djörfung.
Fyrir sumum er ef til vill svo ástatt, að
þeir eru sjer ekki meðvitandi um neina
leynda synd og þeir gjöra sjer far um að lesa
Guðs orð og njóta blessunar þess, en samt
vantar þá djörfungina. Þeir eru niðurbeygð-
ir út af þessu ástandi og spyrja: Hvað á
jeg að gjöra?
Hefur þú, sem svo er ástatt fyrir, nokkurn
tíma reynt að sýna djörfungina? Hefur þú
beðið Guð að gefa þjer hana og styrkja þig
í henni? Það er eins með djörfungina og nug-
hreystina eins og annað; sje það ekki æft
og ekkert á það reynt, þá verður það þrótt-
laust og óhæft til alls. En sje það notað og
því haldið við, þá vex það og styrkist.
Við apturhvarfið vaknar löngun, til að bera
vitni um Jesú og lífið í honum, í sál þinni
og frækorn djörfungarinnar lifnar þar um
leið. Þá veltur allt á fyrir þjer, hvort þú hlúir
að því og vaxtarmöguleikum þess; ef þú gjör-
ir það, þá vex það til fullkominns þroska, en
gjörir þú það ekki, þá deyr það út.
Það þarf opt ekki að kosta mikið að vitna
um Guð, á þeim stað er vjer störfum á eða
dveljum í; þar sem Guð hefur sett oss í líf-
inu, einmitt þar eigum vjer að bera honum
vitni, og þá ekki hvað sízt með framkomu
vorri og daglegri breytni. En stundum get-
ur það líka kostað mikið, mannlega sjeð. að
bera honum vitni og halda merki hans hátt,
ekki sízt þar, sem þörfin fyrir það er einna
mest. Þá reynir mikið á hugrekki og djörfung
lærisveinanna, einkum ef þeir eru fáir og
smáir í heimsins augum.
Þannig stendur á einmitt nú á þessum tím-
um, og þörfin fyrir djarfa og hughrausta
lærisveina er meiri en opt áður. Vjer ætt-
um því að íhuga, í fullri alvöru, afstöðu vora
í þessu efni, nú þegar vjer leggjum út í vetr-
arstarfið í fjelagi voru. Vjer getum ekki var-
ist því, að oss virðist ekki sem bjartast yfir
komandi starfstíma að ýmsu leyti. Vjer vit-
um að baráttan harðnar og vjer höfum misst
nokkra góða starfskrapta, er vjer höfðum ú
að skipa, vegna atvinnu, náms eða arinara
orsaka. Það reynir þá enn meira á þá, sem
eptir eru og með tilliti til þess eru þessar
línur ritaðar.
Höfum þá hugföst orð spámannsins. Ver
hughraustur allur landslýður, segir Drottinn
og haldið áfram verkinu, því jeg er með yð-
ur, segir Drottinn hersveitanna. s.
Hvernig er pað bræður?
Liggur ykkur ekkert á hjarta, sem þið haf
ið löngun til að ræða um hjer í blaðinu?
Eruð þið svo hugsjónalausir, eða sinnulaus-
ir um hag, fyrirkomulag og framtíð fjelags
vors og starfs, að þið látið ykkur engu skifta,
eða finnið enga hvöt hjá ykkur til að ræða
um það efni hjer í blaðinu?
Þið ættuð að taka upp nýja háttu, og skrifa
blaðinu, þegar ykkur dettur eitthvað gott í
hug. Það yrði bæði ykkur og öðrum til gagns
og'Antégju.
Um hvað á að skrifa, spyrjið þið ef til vill ’
Það getur verið svo margt og erfitt að á-
kveða nokkuð greinilega um það.