Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 53 lærisveina Ki ists. Ekki tekur hann samt læri- sveina sína úr heiminum, þar sem þeir hafa fengið köllun sína að lifa; öðru nær, hann sendir þá út í heiminn til þess að vitna um hann, jafnvel þótt það kosti lífið. Boðskap- urinn, sem þeir flytja, enda þótt hann sje ljós á vegum þeirra sem leita Guðs, getur orðið að ásteytingarsteini og hneykslunarhellu þeim, sem rísa upp á móti valdi Guðs. Látum oss frammi fyrir Guði minnast: Fjelags-starfsins í Asíu (sjer í lagi í Pale- stínu, Kina, Japan og Indlandi. Kínversku fjelögin biðja um meðbæn fyrir stai'fi þeirra, fyrir ■starfsemi Dr. Sherwoods Eddy á þessu hausti, að það beri ávexti bless- unarinnar í ríkum mæli. (fslenzku fjelögin minnist ólafs Ólafsson- ar og starfsemi hans í Kína). Biðjum einnig fyrir fjelögunum á ísafirði og í Hnífsdal. FIMMTUD. 15. NOV. Fjársjóðtirinn í leirkerum. Efes. 1, 3—6; — II. Kor. 4, 7—11; — Filip. 2, 5—8. Hverjir erum vjer að eiga að framkvæma • slíka hluti? Kirkjur vorar geta virzt mjög veikar og lítilmótlegar, og sjálfir getum vjer verið veikir og ófullkomnir boðberar, en Kristur, sem tók á sig vort mannlega eðli, kemur oss til hjálpar, þar sem hann trúir oss fyrir andlegum auðæfum langt fram yfir verðleika vora, svo að ríki hans megi breið- ast út. Enda þótt nýir örðugleikar stöðugt rísi upp og ósigrar virðist óhjákvæmilegir, þá skulum vjer allt af hafa fyrir augum að meistari vor dó á krossinum. Vjer megum láta oss lynda kjör meistara vors, og einnig kirkjan verður að bera sinn kross, en ósigur hennar er aðeins ósigur í bili, en er um leið sannur sigur. Látum oss minnast frammi fyrir Guði. Bræðra vorra í Ástralíu (sjer í lagi þeirra á Nýja-Sjálandi). Biðjum einnig fyrir fjelagsstarfinu í Garð- inum og að nýtt líf mætti færast í kulnaðar glæður á Sauðárkróki. FÖSTUD. 16. NÖV. Hið ósýnilega samfjelag. Jóh. 3, 5—8; — 14, 15—17; — I. Kor. 12, 4—6, — 13. Hin sanna kirkja Guðs er ósýnileg, svo aö landamæri hennar verða ekki ákveðin af mönnum. Guðs Andi, sem kom í fullum krapti sínum á hvítasunnunni, styrkir ennþá og sam- einar alla sanntrúaða, sem beygja sig undir áhrif hans í bæn, í sakramentunum og gefa sig alla algjörlega honum á vald. Þessir eru þeir sem í raun og veru heyra til kirkju Guðs, hinum lifandi líkama Krists, sem elskaði söfnuð sinn og gaf sig sjálfan út fyrir hann. 1 þessari kirkju getur engin greining átt sjer stað, enginn mismunur á þjóðum nje stjett- um, og í þessari kirkju leggja einstaklingar og fjelög fram sinn skerf til góðs fyrir heild- ina. Látum oss fyrir augliti Guðs minnast í hæn: á fjelagsstarfið í Evrópu (Danmörk, Stóra-Bretlandi, Norvegi, Svíþjóð, Islandi, Evstrasaltslöndunum, Sviss). Biðjum með þýzku bræðrunum að Biblían megi ná tökum á æskulýðnum. (1 ár eru 400 ár síðan Lúther þýddi hana á þýzku). Biðjum einnig fyrir fjelaginu á Akureyri og undirbúningsstarfinu á Akranesi. LAUGARD. 17. NÖV. Hin fullkomna kirkja. Jóh. 17, 24; — Matt. 24, 13; — I. Jóh. 3, 2—5; — Opinb. 21, 1—7. Hjer í heimi geta vor nrannlegu augu að- eins sjeð hina sýnilegu kirkju, ófullkomna, sundurgreinda og' ofsótta; en sá dagur mun koma, þegar hin ósýnilega og' sanna kirkja opinberast. Kristur mun vinna úrslitasigur- inn og með honum allir þeir, sem í hans nafni hafa barizt, erfiðað og liðið. 1 þeirri borg Guðs, þar sem Guð sjálfur er musterið og Kristur hið fullnægjandi ljós, í borginni, þar

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.