Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Side 9
MÁNAÐARBLAÐ k. f. u. m.
55
meðai stefnu og flokksfylgi, — tekur hinn
mikli alvaldnr oss undir forsjá sína og vinn-
ur bug á örðugleikum vorum og umskapar
framtíð vora eptir sínum vilja. Veljum þá Jes-
úm Krist að foringja vorum! Hann er sann-
leikurinn. Hann er hreinleikinn. Enginn hef-
ar getað sannað á hann nokkra synd. Líf
hans allt sýnir skilyrðislausan kærleika »því
meiri elsku hefir enginn en þá að hann lætur
líf sitt fyrir vini sína«. Að hafa slíkan for-
ingja, boðar frelsi fyrir einstaklinginn, fyrir
Jijóð vora og alþjóð. Þess vegna verðum vjer,
sem þekkjum hann sem foringja, að hjálpa
öðrum til að velja hann líka.
Ef vjer nú lítum yfir hina óskaplegu óreiðu
í heiminum á, öllum sviðum, þá sjáum vjer
að um tvennt er að velja; Krist eða óskapnað
þann sem er. ö, að vjer gætum skilið alvöru
tímanna og gefið oss að fullu og öllu undir
forustu Jesú Krists, svo um oss mætti segja
eins og sagt var um Tsrael forðum: »Drott-
inn einn leiddi hann«. (V. Mós. 32, 12).
Kr. Dbl. Sj.
------------
Pegar pú kemur í kirkju.
1 hvert skipti, sem þú kemur inn í Guðs
hús, ættir þú, í staðinn fyrir að horfa rann-
sóknaraugum um allt eptir sæti, að byrja með
að beygja höfuð þitt í hljóðri bæn um blessuri
yfir kirkjugöngu þína. Að því loknu taka
þjer sæti svo kyrlátlega sem þjer er unt og
varast að trufla nokkurn þeirra, sem á und-
an þjer eru komnir. Pað hefur ávalt góð
áhrif að s.já nærgætni og kurteisi, einnig í
Guðs húsi. Það væri æskilegt að optar gæf-
ist ástæða til að uleðjast yfir því, en verið
hefur.
Annars eru næg bænarefni þegar komið
er í kirkju.
1. Bið um að allir þeir, sem komnii’ eru í
kirkju hafi mikið og varanlegt gagn af allri
guðsþ j ónustunni.
2. Bið um að presturinn fái hjálp Heilags
Anda til að gjöra Jesú dýrðlegan fyrir til-
heyrendunum.
3. Bið fyrir sjálfum þjer, að Drottin geti
einangrað huga þinn svo að allar utanaðkom-
andi og dreyfðar hugsanir útilokist.
4. Bið um hjálp gegn öllum erfiðleikum og
freistingum komandi viku.
5. Bið um að fleiri og fleiri finni leiðina
inn í Guðs ríki.
6. Bið um að þú, elcki aðeins verðir heyr-
andi orðsins, heldur og gjörandi þess. Gakk
þú því svo opt til Guðs borðs, sem þú getur.
7. Bið um að enginn þurfi að ganga heim
frá kirkjunni eins og hjálparvana, húsviltur
einstæðingur.
Fundir
eru nú byrjaðir í öllum deildum fjelags-
ins. A-D á fimmtudagskvöldum kl. 8; síðd.,
O-D á sunnudagskvöldum kl. 8|, Y-D kl. 1|
og V-D kl. 3 á sunnudögum. Sunnudagaskói-
inn kl. 10 á sunnudagsmorgnana.
K. F. U. K.
hefur einnig byrjað fundi sína. A-D á
föstudagskvöldum kl. 84, Ungmeyjadeildin
á sunnudagskvöldum kl. 5?>. Saumafundir
eru á þriðjudagskvöldum kl. 84.
Kvöklskóli K. F. U. M.
Hann byrjaði 13. starfsár sitt á þessu
hausti. Skólinn var settur mánudaginn 1. okt.
kl. 84 síðd. í stóra salnum í húsi fjelagsins.
Voru þar viðstaddir um 140 manns. Skóla-
stjóri, Sigurður Skúlason magister, hélt all-
langa ræðu og gerði grein fyrir starfsemi
Kvöldskólans. Hann sagði frá þeirri miklu
aukningu, sem nú væri verið að gera á skól-
anum vegna afar mikillar aðsóknar, ekki ein-
ungis af hálfu Reykvíkinga, heldur og utan
úr byggðum landsins. Vorið 1933 kvað hann