Tákn tímanna - 15.10.1918, Blaðsíða 7

Tákn tímanna - 15.10.1918, Blaðsíða 7
TÁKN TÍMANNA 7 Við skildum eins góðir vinir og áð- ur, en þó með langt um ljósari þekk- ingu á hvors annars meiningu og til- íinningum. Hún heldur áfram eins og áður; setur bænasamkomurnar til hlið- ar vegna tímanlegra skemtana, hve nær sem maður hennar heimtar það, en hún biður stöðugt utn, að hann taki sinna- skiftum og furðar sig á því, að bænum hennar er enn ósvarað. Ætli þessi kona sé einstök í sinni röð, eða er eins ástatt fyrir mörgum ? k. Frá trúboðsstöðvum, Starfað er nú í á hátt á annað hundr- að tungumálum. Frá Alaska, íslandi, meðal lappa í Noregi, og Siberíu í norðri til Cape Horn og New Zeeland í suðri — og frá Japan í austri lil Kyrrahafs- strandar í Ameríku í vestri. Þung eru tökin stundum og misjafnar reynslurnar hjá starfsmönnunum. Uppörfandi er að lesa i okkar stóra safnaðarblaði »Re- view and Herald«, um hvernig gengur, og mánaðarlega mun »Tákn Tímanna« flytja lesendum sínum frétlir frá starfs- svæðinu, stundum persónulegar reynslur heiðingjanna, þegar þeir snúa sér að Guðs orði, og aítur gleði starfsmanna þegar þeir sjá góðar afleiðingar af starfi sínn. Valpnrniso. — Cliili. Starfsmaðurinn þar, J. C. Brower, skrifar: »Lilli hópurinn okkar hér selur 2000 Atalayas — þ. e. spánska blaðið okkar Vaktarinn — á hverjum mánuði. Tvær fjölskyldur nota 500 á mánuði hverjum. Þar sem löngunin lil að fram- kvæma eitthvað er eins mikil er unun að starfa, og uppskeran vís. Háttstand- andi kaþólskar fjölskyldur taka á móli sannleikanum í Guðs orði«. — Síðast segir hann: »Kornskeran er að sönnu mikil, en verkamennirnir eru fáir«. Perú. Hjá Titicaca-vatninu í Perú gengur starfið áfram svo hratt meðal Indíána, að ómögulegt reynist að senda þangað starfsnienn nógu oft. Indíánaflokkarnir senda fulltrúa til formanns starfsins þar, Br. Stahls, að biðja um hjálp, en hann getur hvergi nærri fullnægt kröfum þeirra. Indíánarnir vilja gjarnan byggja samkomuhús og skóla sjálíir, bara þeir geti fengið hjálp, kennara að segja þeim til. Snlvndor. f*egar John L. Brown byrjaði starf sitt í Salvador reyndu aðrir trúflokkar að starfa á móti honum eins mikið og þeir höfðu vit á, en það var til þess, að margir vildu vita meira um þann flokk, sem allir, þótt þeir gælu ekki verið sammála í trúarskoðunum vildu vera sameiginlega á móti. Afleiðingarn- ar af þessari mólspyrnu-flokkanna voru, að margir tóku stefnu með, þegar þeir liöfðu athugað málefnið sjálfir. Næstum daglega koma boð frá ýmsum stöðum í landinu frá fólki, sem lesið hefur bæk- ur vorar og rit, og alstaðar er viðkvæð- ið : getur þú sent okkur hjálp? Það var í Salvador sem jarðskjálfti eyðilagði höfuðborgina nú fyrir skemstu. Ilússlnnd. Þrátt fyrir sljórnarbyllingu og óeirð í landinu gengur starfið með hraða í Rúss- landi skrifar formaðurinti þar, Reinke, í Review. Rússland hefur nú fengið hið lengi þráða trúfrelsi, og allar likur eru til þess að það verði framvegis. Dýrtíð er í landinu, segir hann um leið. T. d. kostar mjólkurpotturinn rúm- lega 5 krónur. Stígvél kosta frá 800—

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.