Tákn tímanna - 15.04.1919, Qupperneq 6
54
TÁKN TÍMANNA
„Yisin di n1'.
lJað er næsta einkennilegt að taka
eftir þeirri lotningu, sem menn á vorum
dögum i)era fyrir »vísindunum«.
Þegar »vísindin« hafa sagl eitthvað —
já, þá er eins og allir verði að lúla því.
Það er hrein og bein tröllatrú á »vís-
indunum«. Menn tala um fríhyggju —
og þó er þvi í raun og veru þannig
varið, að hin svonefnda fríhyggja bara
er trúin á »vísindalegar« (manna) skoð-
anir.
það er nærri því eins og »vísindin«
séu eins konar maður eða dularfull vera,
er geti greitt úr öllum llóknum viðfangs-
efnum og leyst allar ráðgátur lifsins.
Og þar eð mannanna börn geta ekki
verið án einhverrar trúar, mun endir-
inn að líkindum verða sá, að menn fara
að tilbiðja liin almáttugu »vísindi«, hinn
mikla hjáguð allra sjálfbirginga.
En leyfiö mér að spyrja: »IIvað eru
»vísindin« eiginlega og livar get eg fund-
ið þau?
Eg veit að til eru jmis visindi. t. d.
jarðfræði, líll'ræði, stjörnufræði, efna-
fræði sálarfræði o.s.fr. En »vísindin« —
livað eru þau eiginlega ? Og hver getur
talað fyrir hönd »vísindanna« ? Getur
jarðfræðingurinn gert það, eða stjörnu-
fræðingurinn, eða sálarfræðingurinn? Eg
er hræddur um, að ef einhver þeirra
gerði það, þá mundu aðrir vísindaiðk-
endur mótmæla því, að sá hinn saini
lalaði fyrir hönd þeirra allra. .1 á, ef til
væri einhver einn, sem bæri skyn á öll
vísindi og hefði nuinið hverja einstaka
vísindagrein, þá gæti það ef til vill átt
sér stað. En hvar er þann mann að
íinna? Það er blátt áfram ómögulegt,
að alt það geti komist fyrir í mannleg-
um heila, og auk þess mundi manns-
æfin ekki endast til þess.
Hinar miklu spurningar um uppruna
lífsins, sköpun jarðarinnar, hvorl nokk-
ur Guð sé til, um lífið eftir dauðann,
hver Jesús liafi verið o. s. frv. — hvaða
visindagrein getur frætt mig urn það?
Bæði lílfræðingurinn og jarðfræðingurinn,
stjörnufræðingurinn og sálarfræðingur-
inn og sagnaritarinn leitasl við að skýra
þessar spurningar frá ýmsum hliðum.
En hver þeirra gelur svarað fyrir hönd
»vísindanna« ? Enginn!
Sérhver vísindamaður, sem rétlilega
iðkar sina vísindagrein, er allrar virð-
ingar verður. Hann starfar að framför-
um mannkynsins. En þegar þeir góðu
vísindamenn — og einkum eltirætur
þeirra — ímynda sér stundum, að þeir
geti talað í nafni visindanna og ráðið
úr hinum miklu spurningum lífsins, þá
verður maður að leyfa sér að minna þá
á það, að þeir eru komnir út fyrir tak-
mörk sín.
Mundu það, lesari góður, þegar menn
tala stóryrði í nafni vísindanna. Gleyplu
það ekki athugunarlaust! Láttu ekki
hjáguð tízkunnar ægja þér! Spurðu,
hvaðan hlulaðeigandi hafi fengið umboð
sitt! J. Th. S.
Saga frá skólalífi.
---- Frh.
Dag nokkurn sat forslöðukonan við
rúm Fannyar, og af því sjúklingurinn
virtist vera töluvert lnessari, vogaði
lnín að spyrjast fyrir um vini hennar.
»Eg á enga vini, frú, að eins einn
frænda, sem Jóliann heitir, en hann
hefir sjálfur stóra fjölskyldu og hefir
aldrei borið neina umhyggju fyrir mér.