Tákn tímanna - 15.06.1919, Blaðsíða 6
70
TÁKN TÍMANNA
hjálpar ríkisins, eins og Draper kemst
að orði: »Á dögum Konstantinusar
mikla má finna byrjun hins dimma
tímabils, sem hvíldi eins og þungt farg
yfir Norðurálfunni uin þúsund ár«.
það var þegar biskuparnir mistu sjón-
ar af Guði að þeir leituðu hjálpar yfir-
valdanna til að þvinga menn til að gera
það, sem himininn kærði sig ekki um.
Með öðrum orðum, engin kirkja mun,
meðan hún hefir samband við himin-
inn, leita hjálpar yfirvaldanna til að
þvinga menn til að fylgja kreddum sin-
um. Þetta er verk heilags anda. Þegar
maður er rekinn áfram af þeirri hreyfi-
vél, sem vér nefnum samvizkuna, þá er
engin þörf á lögum til að reka hann.
Hin mikla spurning er: Til hvers er
þvingun góð í trúmálum? Vér skulum
segja að ríkið hefði vald iil að skipa
fyrir hvenær vér eigum að biðja og hve
löng bænin eigi að vera; hve oft hann
eigi að fara í kirkju og í hvaða kirkju
hann eigi að fara og hve mikið hann
eigi að borga prestinum. Ef ríkið hefði
þetta vald, hvaða gagn mundi svo vera
í því öllu?
Hin næsta spurning verður : Hvað á að
gera við þá sem ekki eru hinum sam-
þykkir í þessu? Þessari spurningu hefir
oft verið svarað í myrkvastofum, á bál-
inu og með seklum. En Guð hefir aldrei
veilt neinum manni eða stjórn þess konar
vald. Orð frelsarans eru þessi: »Komið
til mín allir þér, sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir, og eg mnn veita yður
hvíld«. Hin rómverska kirkja sýndiþeim,
sem kusu að koma ekki, enga vægð, og
verður hún að mæla hryðjuverkum sín-
um í dóminum. Manninum hefir aldrei
verið boðið í Guðs orði að ganga til
skrifta i kirkjunni — sá heiður að hlusta
á syndajátningu iðrandi manns tilheyrir
Guði einum.
Tilgangur sameiningar ríkis og kirkju
á dögum Konstantínusar var að vernda
helgiliald sólardagsins. Af því að Guð
hefir aldrei skipað mönnum að halda
þann dag, kærði fjöldinn sig mjög
lítið um þessa helgi. En til þess að
snúa fjöldanum frá leikhússýningunum,
innleiddi Konstantinus samkvæml beiðni
prestanna hin fyrslu sunnudagalög i ár-
inu 321 e. Kr. Og þcssi lög urðu strang-
ari og strangari þangað til að þau náðu
hámarkinu.
Vér ætlum að vara fólkið við kröfum
um strangari sunnudagalög til þess að
þvinga menn til að verða kirkjuræknir,
og segjum vér með hinum fræga her-
foringja Grant: »Látið kirkjuna og rík-
ið vera aðskilin að eilífu«.
C. A. Hansen.
Lorentz og skósmiðurinn.
Lorentz var umferðaprédikari og mcnn
minnasl hans enn þá af þvi hann var
svo einkennilegur. Hann var mjög vílja-
sterkur maður, elskaði mennina og gerði
það, sem hann gat til þess að eíla sálu-
hjálp þeirra. Góðsetni hans og prédik-
anir voru afar einrænar, en eigi að
síður höfðu þær oll updraverð áhrif —
ekki einungis af því að hann var svo
sérlundaður, heldur af því að liann var
svo alvörugefinn. Lorentz var tíður gest-
ur hjá foreldrum gamallar konu, sem
fyrir nokkrum árum sagði eftirfarandi
sögu frá æskuárum hans:
Vetrarkvöld nokkurl náði faðir minn
þessum einkennilega prédikara, er hann