Tákn tímanna - 15.06.1919, Síða 4
68
TÁKN TÍMANNA
er eitt, sem eg vil ráðleggja þér að gera
og þá mun þér vafalaust takast betur
að framkvæma það«.
»Hvað er það? Hvað er það?« spurði
Lepaux með ákefð.
wþað er þetta«, svaraði Talleyrand:
»farðu og láttu krossfesla þig, grafa þig,
og rís þú svo upp aflur á þriðja degi.
Farðu svo út um landið og gerðu krafta-
verk, vek þú hina dauðu, lækna þú als-
konar sjúkdóma og rek þú út djöfla,
þá er enginn vafi á að þú munt ná tak-
marki þinu.
Hinn mikli heimspekingur gekk í burtu
án þess að gera ncinar athugasemdir.
Enn hefir engum frihyggjumanni hepn-
ast að uppfylla þessi skilyrði. En Krist-
ur dó og reis frá dauðum aftur. Og til
þess að kunngera þennan dýrðlega sann-
leika létu fylgjendur hans lííið með
gleði. Boðskapur þeirra er ritaður í þess-
ari bók. Postularnir vísa til spámann-
anna, og spámennirnir vísa til sálm-
anna og lögmálsins, sem geíið var frá
fjallalindum Sínais. Pannig förum vér
til baka i tímann, bók úr bók, þangað
til að vér komum lil hinnar fyrstu
Mósebókar sem ekki vísar lil neinnar
annarar bókar, og skiljum vér þá að í
þessari bók erum vér komnir að upp-
sprettunni. Frh.
Kirkjan og ríkið.
Hinar hællulegustu grynningar mcð-
fram tímans ströndum eru sameining
ríkis og kirkju. Vér trúum því að bæði
ríkið og kirkjan sé af guðdómlegum
uppruna og að allir ættu að bera virð-
ingu fyrir þeim. Pað er ekki hægt að
stjórna ríki i friði þar sem enginn guðs-
ótti er. Meðan vér játum að þau bæði
séu af guðdómlegum uppruna, höldum
vér því fram, að verkahringur þeirra sé
aðgreindur. Stöðugleiki stjórnarinnar og
heill þjóðarinnar er undir algerðuin að-
skilnaði ríkis og kirkju kominn.
Tilgangur sannrar sljórnar er að sjá
um velferð borgara landsins, að við-
halda reglu, að vernda lítilmagnann og
að veita öllum mönnum fullan rétt til
að tilbiðja hinn almátluga samkvæmt
sannfæringu samvizku sinnar, eða með
öðrum orðum, að veita öllum fult borg-
aralegt frelsi, kenningarfrelsi og trúar-
frelsi. Og hver sú stjórn sem þannig
uppfyllir skyldu sína, hefir heimtingu á
stuðningi allra borgara.
Kirkjan er sá vörður, sem guð helir
sett til að vernda um hina sönnu trú.
Söfnuðinum er vald gefið fyrir kratt
heilags anda til að leiða mannkj'nið inn
á brautina sem leiðir til hins eilífa lífs,
það er verk safnaðarins að prédika guðs
orð og með allri hógværð og kærleika
að leiða menn til að sýna Kristi lotn-
ingu. Hvenær sem þjónar Krists hafa
unnið verk sitt með guðsótta og kær-
Ieika í hjartanu, hafa þeir leitt menn til
að fremja það sem gott og göfugt er, og
á hinn bóginn hefir það fært mönnum
hamingju og sannan frið. Kirkjan hefir
stöðu, sem ekkert annað félag eða sljórn
getur tekið að sér. Engar veraldlegar
fyrirskipanir eða ráðagerðir geta breytt
hinu svikula mannshjarta.
Vér sjáum oft að tveir eða þrír ó-
skaðlegir efnispartar mynda — þegar
þeim er blandað saman — bið banvæn-
asta eitur eða liið hætlulegasla sprengi-
efni. Meðan þeir voru aðgreindir voru
þeir nytsamlegir og óskaðlegir. Þannig
er einnig kirkjunni og ríkinu varið.
Það var á þriðju og fjórðu öld að
hin kristna kirkja fyrst fór að leita