Tákn tímanna - 01.03.1920, Blaðsíða 3
TÁKN TÍMANNA
43
ekki trúum því sem hann segir oss,
eða lofar; þessi framsetning er í sjálfu
sér svo óviðeigandi og særandi, að hún
ætti aldrei að koma fyrir meðal vina.
wÞér eruð mínir vinir« segir Jesús þegar
hann talar til lærisveina sinna. Jóh. 15.
14. Trúir þú þessum orðum? Trúir þú
honum, þegar hann sem góður vinur,
talar til þín þessum orðum. »Eg mun
als ekki sleppa þér, og eigi heldur yfir-
gefa þig«. Hebr. 13. 5. Eða þegar hann
segir: »Sjá ég er með yður alla daga alt
til veraldarinnar enda«. Matt.28, 20. En
ef þú gerir það svo veistu, að þú ert eigi
einn í þinum eríiðleikum og reynslum.
En að hann, sem hefir alt vald bæði á
himni og jörðu, er með þér. Postulinn
segir: Varpið allri yðar áhyggju upp á
hann, því hann ber umhyggju fyrir yð-
ur, 1. Pét. 5, 7. En, spyr einhver, hvern-
ig get ég vitað, að hann er minn vinur?
Því minni eigin hugsun get ég ekki
treyst. Spámaðurinn segir jú, að hjart-
að sé svikult fremur öllu öðru, og spilt
er það. Jer. 17, 9. Þetta er rétt. En
Jesús fullvissar um hvernig vér getum
vitað það. Hann segir: »þér eruð mínir
vinir, ef þér gerið það, sem ég hefi
boðið yður«. í*að er þessvegna enginn
erfiðleiki að komast í fullan skilning
um, hvort þú ert hans vinur! Samein-
aðu þitt líf við hans orð og fyrirskip-
anir, og svo munt þú fljótt komast að
raun um, að þú ert vinur Jesú. Ungur
maður kom eilt sinn til frelsarans.
Hann var sjálfur í efa um hvað hann
skyldi gera til þess að verða hólpinn,
og spurði þessvegna hvað hann ætti að
gera. Svar Jesú til hans er þetta: »Viljir
þú inn ganga til lifsins, svo halt boð-
orðin«. Þelta svar var elcki hægt að mis-
skilja, það var skýrt og ákveðið. En
þessi ungi maður vildi hafa vissu um,
hvaða boðorð Jesú talaði um, hvort það
væru hin mörgu boðorð, er Móses
hafði skrifað, eða hin tíu boðorð, sem
Guð hafði sjálfur skrifað með sínum
eigin fingri á Zinai-fjalli.
Hann spyr þessvegna, hver? Sem svar
við spurningunni nefndi Jesús nokkur
af boðorðunum: »Þú skalt ekki morð
fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt
ekki bera ljúgvitnni« o. s. frv. Matt. 19,
18—21. Með þessum orðum jprði
Jesús það skýrt fyrir þessum únga
manni, og þessvegna einnig fyrir þér,
og fyrir mér, að ef vér viljum innganga
til lífsins, svo verðum við að breyta
eftir boðorðunum. Eitt af hinum tíu
boðorðum segir: »Hinn sjöundi dagur er
hvíldardagur drottins Guðs þíns, og þá
skalt þú ekkert verk vinna«. Trúir þú
þessu? Eða ætlar þú þér að svara eins
og í yfirskriftinni stendur?
Frá trúboðssvæðinu.
Fyrir nokkru var haldin mikil ráð-
stefna í Skodsborg í Danmörku. Petta
er hin fyrsta í Norðurálfunni síðan
stríðið byrjaði. Á fundinum voru full-
trúar frá flestum löndum Norðurálfunn-
ar. Og meðal þeirra alþjóðaform. starfs-
ins A. G. Daníels, alþjóðaritarinn W. A.
Spicer, og alþjóðagjaldkerinn W. T.
Knox, allir frá Bandaríkjunum. Mikil
uppörfun hefur það verið að fá að
mætast aftur og leggja ráð sín saman
starfinu viðvíkjandi. Skýrslan þaðan
sýnir að starfið hefir gengið áfram þrátt
fyrir örðugleika og bardaga, og margar
sálir hafa tekið stefnu með jafnvel í
hinu þjakaða Þýzkalanda. Gert var ráð
fyrir að senda starfsmenn til viðbótar