Tákn tímanna - 01.03.1920, Blaðsíða 1
II. ár.
Reykjavík marz 1920.
6. tbl.
Náð og lögmál,
Sá, sem hafnar lögmálinu, hafnar
einnig náðinni; því náð og lög eru sam-
eiginleg. Og að ræða um náð án lög-
máls er ómögulegur hlutur.
Látum oss líta á þetta. Að vera und-
ir náðinni er jú hið sama sem að vera
náðaður. En hverjir eru þeir sem verða
náðaðir? Eru það ekki þeir sem hafa
brolið lögin og verða dæmdir sekir.
Regar náðarrétturinn er setlur, hverjir
eru það þá sem hann náðar? Eru það
borgarar sem lifa heiðarlegu, hæversku
lífi og njóta virðingar mannfélagsins,
eða eru það aumingja fangarnir, sem
hafa brotið lög landsins og verða að
þola hegningu? Eru það ekki hinir síð-
arnefndu? Eru það ekki þeir sem eru
undir lögunum, er þurfa lijálpar og
náðar með? Getur maður talað um náð
áður en yíirtroðsla hefur átt sér stað
þar sem lögin eru engin lil? Nei, hug-
myndin um náð er ómöguleg nema í
sambandi við lög. Náð felur í sér lög.
Að tala um náð og samtímis segja að
ekkert lögmál sé til, er að gera gys að
Guðs orði og heilbrigðri skynsemi. Að-
eins þeir, sem hafa brotið lögmálið og
meðganga og iðrast þess og hafa ásett
sér að hælta lögmálsbrotum — eiga von á
náð. Grundvöllur náðarinnar er lögmál.
Án lögmáls er engin náð.
Glæpamaður nokkur hefur brotið lög-
in og honum er náð að vörmu spori.
Ilann verður seltur i fangelsi. Mörg ár
líða lijá. Hann fær viðbjóð á þvi lífl
sem hann lifði áður, og ásetur sér að,
ef hann nokkurn tíma kemst lífs út, að
verða heiðarlegur maður. Já hann gerir
meir en það. Hann ætlar sér meðan
hann er í fangelsi, að gera hið rétta og
haga sér skikkanlega. Hann gerir það.
Tímar líða. Allir sjá nú að hann reynir
að gera það sem rétt er. Fangaverðirnir