Tákn tímanna - 01.03.1920, Blaðsíða 6
46
TÁKN TÍMANNA
berast neinum, án þess að yíirbuga
þann hinn sama. Þar kviknar þrá, ó-
lýsanleg þrá eflir að nálgast þann, sem
kveikt hefur þessa þrá, og þrá þessi er
Guðselskan, sem glæðist í hjarta þess,
sem girnist Guð og það sem hans er.
Það næsta fer á eftir, þetta, sem er
margreynt, að sá, sem elskar, og ósjálf-
rátt, meir eður minna, smátt og smált,
hlýtur að draga dám af þeim, sem hann
elskar og líkjast honum. Hvað mætti þá
segja þann sem fyrir betrandi áhrifun-
um verður, eða hefur orðið, frá þeim,
sem yfirburðina hefur? Það mætti þá
segja, að andi þess, er yfirburðina hef-
ur, og elskuna kveikli, sé kominn í
þann, sem fyrir áhrifunum hefur orðið,
og nú finnur einmitt sá, sem áhrifunum
olli, sjálfan sig í þeim, sem fyrir áhrif-
unum varð. Er þá nokkuð undarlegt
þótt þessir tveir samrýmist vel? Er þá
nokkuð undarlegt þó að sá, sem elsk-
una kveikti og andann veitti, þrái að
sjá þau gæði, sem hann hefur skapað,
notast honum til sæmdar, og honum í
vil? Er það nokkuð undarlegt, þó það
hlyti að særa hjarta þess, sem elskuna
kveikti, að sjá þann sem hann hefur
þroskað i kærleika, áhuga og andans
gjörfuleika, snúa sér til keppinautar og
óvinar hans, og fórna honum öllu því,
sem hann réttilega átti heimting á.
Það er einmitt Guð, sem hefur fyrir
elsku sína »úthelt« anda sínum í hjörtu
vor. Pað er kærleiki hans, sem hefur
kveikt kærleika hjá okkur, og gerl okk-
ur áhugasama og andlega starfshæfa.
Pað er máttur elsku hans, sem skapað
hefur i oss kraftana og kostina. Hann
er sá sem hefur kveikt neistann og sem
hefur glætt hann og gert hann máttug-
an. Er þá nokkur furða þó sagt sé:
»t*ú skalt elska Drottinn Guð þinn af
öllum mœlti þínum«. Það er einmitt Guð,
sem skapað hefur mátt elsku vorrar
með kærleika sinum. Honum ber þvi
þetta, að við elskum hann af »öllum
mœllia. Gáfur andans, sem hann hefur
gætt oss með, er einmilt frjófangar hans
guðdómlega eðlis. Pess vegna getur hann
ekki þolað að sjá það falla i skaut ó-
vinarins. t’að er »afhrýðisemi« Guðs.
Er það nokkuð undarlegt, þó það hryggi
og særi Guðs viðkvæma elskuríka hjarta
að sjá þá hæíileika og þann mátt sem
hann hefur skapað með elsku sinni,
vera notaða til þess að vinna á móti
honum. »Hann þráir með afbrýði and-
ans, sem hann gaf bústað í oss«. Hann
þolir ekki að sjá þá, sem hann hefur
gætt mestum og bestum gáfum, áhuga
og starfshæfileikum, nota alla orku sína
i þágu þessa heims og höfðingja hans,
sem er keppinautur og óvinur Guðs.
Hann þolir ekki að sjá þá, sem hann
elskar, og sem einhverntíma hafa borið
elsku til hans, fleygja sér i faðm óvin-
inum. En því miður hefur hann einmitt
orðið að þola svo mikið af þessu, sem
er honum svo þungbært og óþolandi.
»Hann þráir með afbrýði andans, sem
hann gaf oss«. Er nokkuð sárara en
ólrúmenska ? Er nokkuð sárara en að
verða fyrir því, að hinar helgustu, hrein-
ustu og göfuguslu tilfinningar séu mis-
skildar, lítilsvirtar og smáðar? Gelur
nokkuð þjáðst meir en kreinktur kær-
leiki? Og þess hreinni, fálslausari og
íullkomnari sem kærleikurinn er, þess
sárara lekur honum það að verða vísað
á bug. Hver vill svo efa elsku Guðs ?
Hver vill efa fullkomleik og mált kær-
leika hans? Hver getur vísað honum á
bug? »Hryggið því ekki Guðs heilaga
anda, sem þér eruð innsiglaðir með til
endurlausnardagsins«, P. S.