Tákn tímanna - 01.03.1920, Blaðsíða 5

Tákn tímanna - 01.03.1920, Blaðsíða 5
TÁKN TÍMANNA 45 góma? Þráir hann ekki með afbrýði andann, sem hann gaf bústað í oss?« Afbrýðisemi er það, að gela ekki unt öðrum lofstír þess eða gæða þeirra, sem maður sjálfur gæti átt kost á, eða jafn- vel á heimting á, að þola ekki að sjá það, sem maður á tilkall til, lenda hjá öðrum. Það er sagt að Guð sé afbrýðisamur, og mér íinst ég vel geta gert mér grein fyrir hans réttmælu afbrýðisemi, og við getum bezt gert okkur grein fyrir henni með einföldum dæmum úr daglega lífinu. Hugsum okkur móðir og son. Móðir- inni hefur tekist að ala son sinn upp á dygðanna vegi, og innræla honum þær tegurstu og göfugustu hugsjónir, sem miðað gætu meir en nokkuð annað til að marka stefnu sveinsins og þroska hjá honum alla mannlega kosli og gjörfugleiki. Það mælli þá segja að máttur móðurelskunnar hefði megnað að framleiða þarna hreina fyrirmynd — niann með þá bezlu hæfileika, sem rót s|ina geta átt að rekja lil réttilegs uppeldis, mann með eldheitan áhuga, áræði, þreklyndi, þekkingu, varkárni — í stultu máli með öllum ákjósanlegum staifshæfileikum og dygðarinnar ein- kennum. Mundi henni ekki taka það sárt, að sjá þessa krafta og hæfileika, sem hún nú ætli heimtingu á að not- aðir yrðu henni til sæmdar og gleði, verða herfang þess, sem hún hefði við- bjóð á. Mundi henni ekki svíða það, að sjá son sinn nota krafla sína, og beita áhuga sinum og öllum þeim góðu starfshæfileikum til að framkvæma það sem henni var ógeðfelt. Er hún þó ekki i tvöfaldri merkingu móðir mannkosta lians, bæði hvað arf og uppeldi áhrærir? Hefur hún ekki ástæðu til þess að þrá, að þeir falli henni í vil? Það verður sannarleg afbrýðisemi. Kristi er víða líkt við brúðguma og söfnuðinum við brúði, svo ekki er held- ur úr vegi að nota það dæmi. Hugsum okkur þá ungan mann, sem fyrir kurt- eisa og aðlaðandi framkomu, fyrir gjörfug- leika og marga eftirsóknarverða og áber- andi mannkosti, hefur kveikt ást í lijarta ungrar meyjar og laðað hana að sér, og orðið þess valdandi, að neistinn, sem fyrst lifnaði í hjarta hennar, hefur þrosk- ast og náð því að verða máttugur kær- leiki. Á hann þá ekki tilkall lil hans? Er það ekki einmilt hann, sem með sínum eiginleikum og kostum hefur kveikt kærleikann og þroskað? Mundi honum þá ekki sviða það sárt, að sjá þessa sömu snúa sér að óvini hans og keppinaut, og tileinka honum allan mált elsku sinnar? Jú, vissulega, og þetta er kallað afbrýðisemi. í orði Droltins mætir okkar andlega auga fullkomin mynd, aðlaðandi, og eftirsóknarverð í alla staði. Þar sjáum við þann, sem hefur svo yfirgnæfanlega mikla yfirburði yfir alt, gagntakandi og gjörsigrandi kosti og gæði, þann, sem í alla staði er elskulegur. Hve litil gaum- gæfni sem honum er gefin, getur ekki liafl nema að eins eina afleiðingu. Þessa, að sá, sem veitir honum athygli, ósjálf- rátt verður frá sér numin. Þar mætir honum eitthvað svo aðlaðandi, eftir- sóknarvert, hyllandi og töfrandi. Ylur elskunnar, sem andar á móti honum, hlýtur að vekja ástarneistann, jafnvel í hinu ófrjófgasta og kaldasta hjarta. Það er órjúfanlegt lögmál, að kærleiki skap- ar kærleika, og hver hefur elskað eins og Guð, hann, sem er sjálfur kærleik- inn. Elska hans getur þvi ekki opin-

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.