Tákn tímanna - 01.06.1920, Blaðsíða 4
68
TÁKN TÍMANNA
verið nema sex ára«, sagði annar fulltrú-
anna önuglega. Síra Gordon sagði ekkert
en athugaði með gaumgæfni hið litla
alvörufulla andlit, sem nú gaf merki
þess að hún var nokkuð sorgbitin. »Ég
er 9 ára gömul — eldri en ég lít út
fyrir að vera«, sagði hún. »Vér getum
jú, ekki tekið svo unga sem meðlimi«,
sagði hann hugsandi, »vér höfum aldrei
gert það áður, enn — «. »Það gæti
orðið óheppilegt tiltæki«, sagði annar
fulltrúinn. Presturinn virtist alls ekki
veita því eftirtekt sem sagt var, en
spurði: »Veiztu hvaða þýðingu það hef-
ur að verða safnaðarmeðlimur, Winnie?«
»Já, prestur«. Og svo svaraði hún nokkr-
um spurningum, er sýndi, að hún skyldi
vel þýðingu þess, sem hún hafði óskað
sér. Hún stóð upp af stólnum, gekk frá
sæti sinu og stóð nú við kné síra Gor-
dons. »Presturinn sagði síðasta sunnu-
dag, að lambinu bæri að vera í sauða-
réttinnk. »Já, það gerði ég«, svaraði
hann með sínu þýða vanalega brosi.
»Sú skylda hvílir á herðum vorum að
þau standi ekki fyrir utan. Nú skalt þú
fara heim, barnið mitl, og mun ég tala
við vini þína og sjá um að fá það fram-
kvæmt, að þú verðir tekin sem meðlim-
ur«.
Skýin hurfu frá andliti barnsins og
augnatillit hennar, um leið og hún gekk
út um dyrnar er opnaðar voru fyrir
henni, báru vott um fullkominn frið.
Þær upplýsingar er maður fékk frá
kennara sunnudagaskólans, voru mjög
fullnægjandi og í næstu viku var hún
skýrð og tekin í söfnuðinn. Að undan-
teknum upplýsingum frá ungfrú Kolby
um að vel gengi með barnið, heyrði síra
Gordon ekkert meira um hana næstu
sex mánuði.
Og var honum þá tilkynt að koma
og vera viðstaddur við greftrun hennar.
Það var einn heitan dag í júnímánuði
og í því presturinn gekk gegnum þær
þröngu götur þar sem Winnie hafði
búið, óskaði hann í svipinn að hafa
sent aðstoðarmann sinn fyrir sig; en
þegar hann nálgaðist húsið, varð liann
alveg undrandi að sjá þann mikla fólks-
fjölda þar saman kominn. Það var mjög
erfitt að komast áfram. Hann stanzaði
um stund og leit ungann krypling, er
sat á dyraþrepskyldi og grét beisklega.
»Þektuð þér Winnie, vinur minn?«
spurði hann. »Þekti hana 1 Það leið
engin vika svo að hún kæmi ekki tvis-
var eða þrisvar með mynd eða bók,
jafnvel epli til mín, hún gerði það að
skyldu sinni, en alls ekki nokkur prest-
ur, og ég vil reyna að fylgja hennar
fótsporum blessunarinnar til himins.
Þegar hún kom, las hún ávalt fyrir mig
úr biblíu sinni, og nú er hún farin, og
það mun enginn því vilja hjálpa mér,
því móðir min er dáin, en faðir minn
drekkur, og með Winnie er sólin for-
myrkvuð á vegi mínum«. Ungi maður-
inn var svo yfirkominn af sorg að hann
gat ekki talað meir. Eftir að hafa lofað
að heimsækja hann mjög íljólt gekk
síra Gordon áfram gegnum hóp hinna
mörgu, tárvotu og sorgbitnu andlita.
Þegar hann kom að hinum þröngu dyr-
um litla hússins stanzaði hann aftur.
Við hlið lians stóð kona og þurkaði
liina rennandi társtrauma sína meðan
lítið barn huldi andlit sitt í kjólpilsi
hennar og grét. »Var Winnie kannske
ætlingi þeirra?« spurði hann. »Nei, en
blessað barnið heimsótti oss að stað-
aldri og þegar Bob hér var veikur þá
lék og passaði hún hann og söngur
hennar gerði hann hugfanginn, þegar
ekkert annað gat hjálpað honum. Sama