Tákn tímanna - 01.06.1920, Blaðsíða 7

Tákn tímanna - 01.06.1920, Blaðsíða 7
TÁKN TÍMANNA n ingar í skauti sínu. Hugsaðu þér tím- ann sem liðinn er til engra nota. Nokkr- ar mínútur hér, og aðrar þar, eða eyddar með óviðeigandi samtali, dyr- mætir morguntímar, sem oft gátu nolast, tíminn á ferðalögum og öðrum stöðum, hugsum oss ef þessi tími hefði verið notaður til að lesa góðar bækur. Hversu mikill mismunur að geta fengið á þess- um tíma nytsama þekkingu. Já, mis- munurinn mundi sannarlega verða mikill. Til framkvæmda á þessu er reglu- semi nauðsynleg. Fyrsta hugsunin og áform dagsins ætti að vera biblíulestur og bæn. Hvern dag ætti hver kristinn maður að byrja og einnig enda í þenn- an hátt. Án reglusemi getur Guðs orð naumast verið andi og líf fyrir oss. Allflestir hafa afgangstíma yfir daginn, margir hafa afgangs tíma í sjálfum vinnutímanum. Hversu hyggilegt mundi það vera að nota öll þau augnablik til að lesa ritningargreinar, blað eða nyt- sama bók, er maður hefði með sér í vasa eða nálægt sér, það er næstum ótrúlegt, hvað einstakir menn geta fram- kvæmt mikið með árvekni sinni í því að nota þessar smáslundir. Einn hlutur er einnig sem vert er að athuga, að skifta sundur líkamlegri og andlegri starfsemi. Margir af meslu mönnum og rithöfundum heimsins, hafa fyrrililuta lífsins, stundað með framkvæmdarsemi og dugnaði líkamlegt erfiði. Eg leyfi mér að nefna stærsta og fullkomnasta dæmi þess. Jesús vann sem trésmiður þar til hann var um 30 ára gamall. Enginn hefir unnið með meiri sam- viskusemi en hann. Hann var fæddur af fátækum foreldrum og ólzt upp í Nazaret, sem var viðurkendur vegna óguðleika. Samt sem áður náði hann þeim vísdóm, skilningi og þekkingu á ritningunni, er gerði hina lærðustu kennimenn undrandi, en hann notaði talentur tímans. Ein ástæðan fyrir þvi að hann var sterkur og fullur vísdóms, finnum vér skýrt frá hjá Esaíasi 50, 4, 5. Hann skyldi nota hina dýrmætu morgunstund. Vér getum ekki náð eins hátt og hann, en allir, sem vilja, geta með þessari aðferð náð meiri framför- um í sannri þekkingu. Guð gefi að lians fólk á jörðinni megi fá skýrari skilning á verðmæti tímans! »Því innan harðla skams tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum«. Hebr. 10, 37. Työ mjólkurglös. Mikilsvirtur sáralæknir keyrði einn dag á hjólhesti sínum út á landið. Veg- urinn var langur og rykugur og var eftirmiðdagurinn mjög heitur. Ópið hlið við bóndagarð einn freistaði hans að ganga inn um það. Tælandi sjón af skugga í hinu græna grasi við brunn, þar sem spegilfögur ausa hékk við, gaf lionum von um hvíld og endurnæringu. Ung stúlka, er sat á svölum, stóð upp og gekk á móti lækninum.* Þegar hann nálgaðist, bað hann um leyfi að fá vatn að drekka. »Með ánægju«, svaraði hún, »en þætti yður ekki betra að fá heldur eitt mjólkurglas. Vér höfum hér fulla könnu af mjólk, er stendur í ís, og vil eg með ánægju gefa yður af henni«. »Kærar þakkir«, svaraði lækn- irinn, »það mundi sannarlega vera mjög gott, en eg er hræddur um, að það verði alt of fyrirhafnarmikið yðar vegna; eg get vel notað vatnið«. En framkoma og talandi látbragð kom stúlkunni til að sækja mjólkurkönnuna, og hinn þreytti

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.