Tákn tímanna - 01.06.1920, Blaðsíða 8

Tákn tímanna - 01.06.1920, Blaðsíða 8
'TÁKN TÍMANNA 11 fr ..- ■ ■ ----=^\ Tákn Tíiiiiiniiíi, málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni í mánuði. Kostar kr. 2,00 árgang- urinn. Gjalddagi 15. okt. og fyrirfram. Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventista. Ritstjóri: 0. J. tílsen. Sími 899. Pósthólf 262. Afgreiðslan í Ingólfsstræti 21 b. v—... hjólreiðamaður drakk tvö mjólkurglös, er hrestu hann mikið. Þegar hann hafði hvílt sig og skyldi nú halda áfram leið- ar sinnar, gaf hann hinni ungu stúlku nafnspjald sitl og sagði: »Ef þér komið einhvern tíma til bæjarins og þurfið að leita læknisráða, þá gerið svo vel og komið til mín«. Nú liðu margir mánuðir og maður hafði gleymt þessu atviki. Hér um bil ári síðar varð móðirin í þessu litla húsi mjög veik. Læknirinn þar, er hafði verið húslæknir hennar mörg ár, gat ekki hjálpað henni meir, og ráðlagði henni að fara á sjúkrahús bæjarins og leggjast þar undir uppskurð. Þetta var sorgleg tilhugsun fyrir hina litlu fjölskyldu, er hafði svo lítil efni. En bæði faðir og dóttir ákváðu það strax að hún skyldi fara, og hugsuðu sin á milli, hvernig þau gætu greitt allan kostnaðinn. Skjótt var hafinn und- irbúningur ferðarinnar, og dóttirin varð að fylgjast með, hún gat verið hjá frændkonu sinni, er bjó skamt frá sjúkrahúsinu, á meðan á spítalavist móðurinnar stóð. Þegar hún var að láta niður í ferðakistu sína, fann hún nafnspjald hjólreiðamannsins, og datt strax í hug, að hún skyldi heimsækja læknirinn samstundis og hún kæmi til bæjarins, jafnvel áður en hún útvegaði móður sinni sjúkrahússveru. Hún varð nokkuð feimin, þegar hún heimsótti hinn fræga skurðlækni, og sagði honum frá, hvað landlæknirinn hafði sagt um móður sina og spurði, hvað hann legði til ráða, hvert sjúkrahús hún ætti að kjósa helzt. »Kæra unga fröken mín«, sagði hinn frægi maður með tilfinningu, um leið og hann tók í hönd hennar. »Ef þér þorið að senda móður yðar til mín, skal það vera mín mesta ánægja að gera alt hvað eg megna með að hjálpa henni. Eg heíi mitt eigið heilsuhæli hér á staðnum og skal því taka móður yðar að mér. Á morgun tímanlega mun eg senda vagn og sækja móður yður, og svo getið þér heimsótt hana á hver- jum degi. Ef þér hafið nokkra hræðslu þessu viðkomandi, skuluð þér skrifa liúslækni yðar og skýra honum frá, að eg hafi tekið þetta að inér«. Næsta dag var móðirin ílutt á heilsuhælið, og dótt- irin varð fullvissuð um það, að alt mundi verða gert fyrir hana, sem hægt væri. Þetta kvöld var milcið tilrætt um þelta á heimili frændkonu hennar, og með undrun var sagt: »Barnið mittl Hvað hefir þú verið að gera? Þessi maður tekur stórkostlegar upphæðir fyrir verk sin. Menn segja að liann taki 2000 krónur fyrir einn uppskurð, og þegar hann heíir sjúkling á sjúkrahúsi sínu, tekur hann að sögn 600 krónur um vik- una fyrir fæði og hjúkrun. Þú hefðir þó átt að spyrja hann þessu viðkom- andi áður en þú lézt ílytja móður þína þangað. Faðir þinn getur aldrei greitt slíka upphæð«. (Frh.). Betra er litið í ótta Droltins en mik- ill fjársjóður með áhyggjum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.