Tákn tímanna - 01.12.1921, Blaðsíða 1

Tákn tímanna - 01.12.1921, Blaðsíða 1
Friðarhöfðinginn. »Ní að barn er oss fælt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfð- ingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilífðar- faðir, friðarhöfðingi«. f'ennan spádóm og marga, marga aðra lesum vér nú og furðum okkur um leið á, að gyðingar ættu svo erfilt með að skilja, að Jesús frá Nazaret væri Messías. En dæmum ekki alt of hart, fyr en við erum vissir um að við breytum að minnsta kosti eins skynsamlega og þeir. Það er fróðlegt að bera saman þeirra tíma og okkar, og sjá hvort þessi kyn- slóð sé nokkuð á undan gyðingum. Nú halda menn hátíð í minningu um það að meistari vor fæddist hér fyrir nærri 20 öldum, en hvernig er hátiðin haldin? Vanalegast af fjöldanuin í óhófi bæði í mat og drykk. (Þegar eg tala hér um fjöldann, þá meina ég með því megnið af hinum krislna heimi). Menn búa sig undir með alls konar til jólanna, en fáir snúa sér i auðmýkt til hans, sem kristnin vill láta hátíðina benda á. Já meira að segja, sumir, sem hált tala um jólin, trúa ekki á persónulegan frelsara frá synd. Spurningin kom oft til min á barns* árum minum, þvi Guð léti son sinn koma svona í kyrþey, svo að eins fáir vissU um það; en þegar eg fór að eldast, sá eg, að það var alls ekki Guði að kenna, heldur fólkinu sjálfu. Guð hafði látið skrásetja hver móðir hans mundi vera, hvar hann ætli að fæðast, um ástæður Jósefs og Mariu, um stjörnuna, sem ætti að leiðbeina vitringunum; og lítum við lengra áfram, finnum við, að einnig var talað skýrl um annað, sem við bar í lífi hans. Starfsaðferð hans, sem var öðruvísi en aðferð prestanna, er greinilega lýst. Að

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.