Tákn tímanna - 01.12.1921, Qupperneq 2
‘TÁkn tÍmaMna
2Ö
einn af lians eigin mundi svíkja hann
er einnig talað um, líka er sagt hvað
liann mundi fá mikið fyrir svikin, og
sömuleiðis að liann mundi að lokum
taka lífið af sér í örvæntingu. Lesum
við áfram finnum við einnig í spádóm-
unum um hann, að lærisveinarnir mundu
hlaupa frá honum, þegar mest á reyndi,
að hann mundi sjálfur þegja meðan á
yfirheyrslunni stæði, að hann mundi
verða negldur á krossinn, en ekki bund-
inn eins og venjan var vanalega, að
ríkir menn mundu taka líkama lians
og leggja hann í gröf sína og svo fram-
vegis. Hægt er að lesa spádóma i gamla
testamentinu um flest það, sem fyrir
kom í lífi hans, meðan hann dvaldi hér;
samt kom hann til sinna, en hans eigin
tóku ekki á móti honum. IJað heíir verið
erfið reynsla að láta dýrð himinsins fara
til þess að koma hingað mönnum til
aðstoðar, og svo mæta móllæli, ofsókn,
tregðu og vera misskilinn af sinni eigin
þjóð.
En hvernig gat staðið á því, að svo
táir fylgdu honum? spyrja sumir. Jesús
svarar sjálfur spurningunni, er hann
segir: »Þér villist af því þið þekkið ekki
ritningarnar né mátt Guðs«. Orsökin var
sú, að lýðurinn vissi ekki hvað ritning-
arnar sögðu um hann. Gat hann þá ekki
lesið? Jú, en prestarnir lögðu aðra mein-
ingu í flest, sem skrifað var um hann,
og lýðurinn trúði þessum lærðu mönn-
um betur en að lesa sjálfur; og þegar
Jesús kom, var hann í augum fleslra
að eins fátækur ómentaður maður frá
hinni alræmdu borg, Nazaret.
Guð vildi með spádómum þessum búa
lýð sinn undir það að taka á móti frið-
arhöfðingjanum með gleði og fögnuði.
Skoðum við svo tímann, sem við lif-
um á, finnum vér, að hann Iíkist mjög
tímanum, þegar Jesús slarfaði meðal
gyðinga.
Gyðingar vissu á þeim tíma, að eill-
hvað stórkosllegt mundi bera við, en
að taka á móti frelsara heimsins í jötu,
datt þeim ekki í hug.
Heimurinn íinnur nú eins og þá, að
eitlhvað stórkostlegt sé í aðsígi, en að
það sé það, að eilífðarfaðirinn sjálfur
eigi að stofnsetja silt ríki dettur þeiin
ekki í hug, og af hverju er það? Ástæðan
er nákvæmlega sú sama, menn þekkja
yfirleitt ekki ritningarnar og trúa heldur
því, sem hámentaðir menn segja um
hlutina. En ritningin segir, að vitring-
arnir (þ. e. spekingar þessa heims) verða
til skammar skelkaðir og flæklir, afþví
þeir hafa hafnað guðsorðinu.
Spádómarnir segja, að dagarnir á síð-
ustu tímum munu vera sérlega erfiðir.
Þeir tala um ástand það, sem við nú
sjáum i kirkjunni, þ. e. í kristindómin-
um. Að menn munu kjósa sér þá upp-
fræðslu sem hljómar vel í eyrurn, en
samtímis hafna ritningunni. Það ræt-
ist bókstaflega. Sömuleiðis talar hún
urn ógnar-ástand milli vinnuveitenda og
vinnulýðsins á síðustu dögum. Við höf-
um að vísu lesið í sögunni um verkföll,
uppþot og annað líkt þessu, en það er
alt eins og barnaleikur á móli þeim
ósköpum, sem nú gerast á þessu sviði.
Spádómarnir hafa einnig lýst þeim ár-
angurslausu friðarfundum, sem nú á
dögum eru lialdnir svo margir, eins
hafa þeir sagt, að menn munu á þess-
um dögum búa sig lil slríðs eins og
aldrei áður. Við getum lesið uppfyllingu
spádómanna næstum daglega á þessu
sviði í þeim skeytum, sem birtast dag-
lega í blöðunum. Sarnt stendur, að Frels-
arinn muni koma eins og þjófur á nóttu,
er inenn segja friður og öllu óhætt. Já,