Tákn tímanna - 01.12.1921, Blaðsíða 6

Tákn tímanna - 01.12.1921, Blaðsíða 6
30 TÁKN TÍMANNÁ ur fyr á 14 árum. Viðhald hersins eins og nú stendur. bæði á sjó og landi, er 500,000 dollarar á dag. Og alt þetta bætist ofan á 24 b Ijóna rikisskuld! Vér verðum að leggja niður vopnin, því að öðrum kosti verðskuldum vér hið skæða lastmæli og óteljandi bann- færingar, sem vér lélum dynja yfir »hernaðarandann« þýzka. Árið 1913 eyddu Þjóðverjar aðeins 162,958,814 dollara til hersins; en 1914 þá fór til sjóhersins aðeins 113,993,329 dollarar. Bandaríkin hafa varið tvöfaldri þessari upphæð til hers síns á sjó og landi ár- ið 1921. Vér verðum að leggja niður vopnin, af því að vér eyðum 93 sentum til hernaðar, en 1 senti til fræðslumála, mannkærleiksverka og þjóðþrifa. Ef þessi þjóð vildi verða ljós í heiminum góðu til eflingar, yrðu framlögin að minsta kosli að vera öfug við þetta. Vér verðum að leggja niður vopninn, annars eyðileggjum vér oss sjálfa. Persh- ing hershöfðingi segir: »Nema þvi að eins að hjá oss vakni hreyfing (í átlina til afvopnunar) þá gætum vér vel spurt sjálfa oss, hvort þjóðmenningin nái raunverulega þvi marki, þar sem hún fer að eyða sjálfri sér aftur, og hvort vér erum dæmdir til að kollvarpa oss með eyðandi styrjöld niður i vanþekk- ingu og skrælingjahált«. Hvers vegna getum vór ekki lagt niður vopnin? Vér erum vissir um, að enginn óbrjál- aður maður muni óska eftir heimi full- um af byssum, sprengiduílum, eiturgasi, vígvöllum, fallbyssum, bryndrekum, neðansjávarbátum og öllum öðrum slík- um hræðilegum hlutum síðustu tíma. Vér mundum allir fagna þeim heimi, þar sem hernaður og vígbúnaður væri óþektur nema af fornum sögum. En spurningin er, hvort nú séu komnir þeir tímar, er menn leggi frá sér her- búnaðinn og friðurinn komi í slaðinn. Hr. Frank Símonds, hinn frægi blaðamaður og rithöfundur og vafalaust allra manna fróðastur um hernaðaráslandið ritar grein í American Review of Reviews í febrúar 1921 og segir þar svo; »Tökum fyrir almennustu og þýðing- armestu spurninguna: Er afvopnun möguleg eins og hernaðarástandinu er nú varið í heiminum? Vér svörum hik- laust neitandi«. Og til að sýna, hvers vegna þetta svar hans við »allra þýðingarmestu spurningunnk er neitamti, þá fer hann að lýsa ástandinu í heiminum; sem veldur því, að óhjákvæmilegt er að halda uppi her á sjó og landi. Bretar geta ekki lagt niður vopnin, af því þeir verða að hafa 100,000 hermanna á ír- landi, og írska málið er langt um fjærri úrslitum nú en fyrir lugum ára. Og í Mesopótamíu er þörf á enn meirl her; og í Egiptalandi er svo ástatt, að Bret- ar þurfa að efla sitt setulið þar; á Ind- landi er órói mikill sakir þjóðernishat- urs og víðtækrar óánægju; ekki er hægt að draga úr hernum, miklu fremurþyrfti að auka hann. Frakkneski herinn 800,000 verður ekki minkaður að mun, því að hann er eina tryggingin fyrir því að Þjóðverjar greiði hernaðarskaðabæturn- ar og þær bætur verða Pjóðverjar 40 ár að greiða að minsta kosti. Svo eiga Frakkar vandamálum að gegna á Sýr- landi og í Tyrklandi. Ekki geta ítalir

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.