Tákn tímanna - 01.12.1921, Qupperneq 8

Tákn tímanna - 01.12.1921, Qupperneq 8
tÁKN TÍMaNNA 82 »Pabbi« sagði móðir hennar milli and- varpanna — »pabbi — kemur ekki aftur — ken?ur aldrei framar«. I’á fór Odu eitthvað að ráma í, hvað móðir liennar ætli við, og þá fór hún líka að grála. Móðir hennar vafði liana þá að sér, og þarna sátu þær báðar, þær vissu ekki hve lengi og grétu sam- eiginlega út af sorgarfregninni, sem þær höfðu fengið, þangað til svefninn vafði um þær mötlinum sínum og friðaði sálir þeirra um slundarsakir. Sami dagurinn, sem átti að veita ungu móðurinni og barninu hennar gleði og gæfu, varð nú einhver sólarlausasti dagurinn, sem þær höfðu lifað. Glugga- tjöldunum var eigi lyft upp og þær gengu svo hljóðlega um húsið, eins og ástvinurinn týndi væri enn þá hjá þeim í stað þess að vera langt fjarri þeim, yfir í Frakklandi á vigvöllunum. Gjafirnar, sem þær höfðu búið út handa honum með svo ástúðlegri hugs- unarsemi og umhyggju og lagt hart á sig til að geta keypt, tóku þær nú frá augunum á sér með sárri tilkenningu í hjarta sínu. Petla gerðu þær til þess að þær ykju ekki á hjartakvölina með því að minna þær á hann, er aldrei mundi koma til að njóta þeirra. O, sú angisl sem þelta alt olli þeiml Frú Lawrence tók aftur og aftur upp pappírslappan, sem hafði flult henni þessi skelfilegu tíðindi, og las þessi ótlalegu orð: »Herstjórnarráðinu tekur sárt að láta yður vita, að eiginmaður yðar hefir hvergi fundist síðan 28. janúar, og er það nú sett á skýrsluna, að hann sé dáinn«. »Týndur — dáinn« hún gat eigi ann- að en sagt það með sjálfri sér í angist sálar sinnar. »Dáinn, veslings Harry minn, dáinn«. En þá var sem ný von lifnaði í brjósti hennar. Hann er að eins talinn dáinn á skýrslunni, en er ef til vill — ef til vill tekinn höndum, liafð- ur í varöhaldi. Æ nei! Týndur, talinn dáinn í skýrslunni« þýðir ekki annað en að sprengikúla hafi tælt hann sund- ur og eigi finnist neinar menjar eftir af honum. Veslings Harry. Alt af syrti að meira og meira, þeim fanst vera niðamyrkur alt í kringum sig. Henni kom í liug litla heimilið hennar og öll baráltan, sem hún hafði á sig lagt til að halda því uppi. Hvers virði var það nú? Og voru nú nokkrar vonir til að hún gæti haldið því við með þeim litla lífeyri, sem hún mundi fá? Henni fanst hún mundi verða að selja húsið; en hver mundi nú vilja líta við, eða kæra sig vitund um þá muni, sem Harry hafði smíðað. Aldingarður fylgdi húsinu líka, sem Harry hafði yrkt, hann munu allir vilja fá, hugsaði hún. Að þvi búnu yrði hún einstæðingur í heiminnm og ekki lifa fyrir neitt nema Ödu, því að nú var hún munaðarlaus, því að Harry átti að eins föður á lífi, en hann var langt, langt burlu — í Ástralíu. Pað var eins og áhyggjurnar margfölduðusl með hverri stundinni sem leið. Var ekki uin nokk- urn vonargeisla að ræða, var ekkert til er sent gæti ofurlitla skímu inn í þetta sorgarmyrkur? Pað var komið kvöld og Ödu litlu var orðið mál að fara að hátta. Hún var orðin þreytt, hnuggin, vesaldarleg og mundi því fegin hafa farið að hátta, þó að hún læsi ekki kvöldbænirnar sínar áður, en eitthvað var samt, sem kom henni lil að beygja kné til bænar eins og hún var alt af vön að gera. __________ (Frh.). Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.