Syrpa - 01.03.1920, Qupperneq 10

Syrpa - 01.03.1920, Qupperneq 10
r 72 S Y R P A “Það er alveg eins og fréttalþráÖurinn sé að flytja andlá s fregn,” sagði O’Brian; "enda er sumariS dáið. — En það er )V.<u alt af einhver að deyja, menn og skepnur og — vonir mannannu, “Ef til vill deyja einhverjar af vonum okkar í kvö'd," sagði eg. “Vel getur það koimið fyrir,” sagði O’Brian; “en samt held eg að það bregðist ekki, að við náum tali af írú Le Turneau, því eg sendi konuna mína til hennar í gær, til þess að láta hana vita, að hún mætti eiga von á okkur stórhöfðingjunum í kvöld.” “Tók hún konunni þinni vel?” spurði eg. “Já, mæta vel,” sagði O’Brian og stikaði stórum, þó skakkur væri; "og hún var svo góð að segja Noru minni, að skírnarnafn sitt væri Madeleine, og að faðir sinn hefði heitið Louis Vanda.” “Það er þá enginn vafi á þvít” sagði eg, “að Madeleine Vanda er fundin.” “Enginn vafi er á því, sonur minn,” sagði O’Brian. “En hitt er eftir að vita, hvort hún vill og getur gefið okkur þær upplýsing' ar, sem vin okkar, hann Arnór, langar svo mjög til að fá. — En eg hefi hér í vasanum löglega heimild frá Arnóri og ungfrú Trent til íþess að grenslast eftir þessu fyrir þeirra hönd.” "Þú hefir aldrei getið um það við mig, að þú hefðir heimild frá þeim,” sagði eg. “Nei, sonur minn elskulegur,” sagði O’Brian, "það hefi eg ekki gjört, því að eg áleit það ekki neitt áríðandi, að fara að bæta því ofan á aðrar áhyggjur, sem þú hefir. Öll leyndarmál eru jafn- an byrði fyrir hug og hjarta; og því fleiri leyndarmál, sem maður geymir, því þyngri er byrðin. — Og eins munt þú hafa hugsaðf þar sem þú hefir aldrei, í alt haust, sagt mér frá íslenzka miðanum, sem hann herra Godson fann einhversstaðar og galf henni frú Golthart. — Það var nefnilega íslenzk stúlka, sem þýddi á ensku orðin, er stóðu á miðanum. Og þú ert þeirri stúlku vel kunn- ugur.” “Eg hefi altaf ætlað að segja þér frá þessum miða,” sagði eg og varð meira en lítið hissa, að hann skyldi vita um miðann, og vita, að eg viösi um hann; ”og eg hefði verið búinn að segja þér alt, sem eg veit um það mál, hefði eg haft nokkra hugmynd um að þú værir að grenslast eftir þessu fyrir þau Arnór og ungfrú Trent. — En segðu mér eitt, herra O’Brian: Hvernig vissir þú um það, að eg hafði heyrt um þenna miða? ” “Þú ert kunnugur stúlkunni, sem þýddi á ensku það, sem á miðanum var.

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.