Syrpa - 01.03.1920, Síða 16

Syrpa - 01.03.1920, Síða 16
78 S YRPA skrilfaSi nafn mitt á eltisikinns-ræmu og sendi systur sinni; sagSi hann mér í spaugi, að ef einhver kæmi til mín frá Islandi með elti- skinns-ræmuna, iþá mætti eg vera viss um að sá maður væri í ætt við sig. En óvíst er að bréfin hans háfi komist alla leið til Islands. — Hann skrifaði mikið í stóra >skrifbók, sem hann kom með. Hún var í góðu bandi og pappírinn var blár. Hann skri'faði líka á ótal smá^miða og stakk þeim hér og þar í rifur á veggnum. Fólkið í húsinu var altaf að finna miða, sem hann skrifaði á einhver orð á útlendu máli, og sumir geyimdu þessamiða eins og helgan dóm.” "Átt þú nokkuð af þessum miðum nú? ” sagði O’Brian. “Nei, því miður hélt eg þessum miðuim áldrei saman,” sagði Madeleine, "og kom það til af því aðallega, að eg slkildi ekki það, sem skrifað var á miðana. En Madeleine McLean frænka mín átti lengi nokkra af þessum bréfsneplum, en hún gaf þá alla á endanum, eða eyðilagði þá. Hún gaf síðasta miðann í fyrra haust. Og maðurinn, sem fékk hann, hafði selt hann fyrir fimm dollara í Winnipeg.” “Hvar er þessi frærika þín nú?" spurði eg. “Hún er dáin,” sagði Madeleine Vanda. "Hún átti heima í Batoche, eins og eg, og annaðist sjúka og sára. En í maiimánuði í vor veiktist hún og dó." “Var ihún lika vinnulkona í gistihúsinu, þegar þú varst þar?” spurði O’Brian. “Hún var dóttir gestgjafans, ” sagði Madeleine. “Faðir hennar hét Hector McLean. Móðir hennar var systir móður minn- ar. Þau eru bæði dáin.” “Hefir þú nokkurntíma verið spurð um Berg skipbrotsmann á seinni árum?” sagði O’Brian. ‘Aldrei fyr en núna," sagði Madeleine. “Og eg heyrði áldrei á ihann minst eftir að eg fór úr giStihúsinu, nema þegar frænka mín mintist á hann í sambandi yið hina mörgu, kynlegu bré'fsnepla, sem hún hafði fundið eftir hann.” En geturðu sagt mér, sagði O Brian, “hver hin síðustu afdrif þessa manns urðu? ” “Alt, sem eg veit um það, er þetta,” sagði Madeleine, “að hann var mjög lasinn allan veturinn 1869—70. Það var líka eins og eitthvað þungt lægi honum á hjarta. Það er mjög Iíklegt, að honum hafi leiðst, því að það var ekkert skemtilegt í gistihúsinu þar þann vetur. Þá var veðrátta fremur stirð, og ófriður hér í Rauðárdalnum, og svo margt og margt annað, sem amaði að.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.