Syrpa - 01.03.1920, Side 21

Syrpa - 01.03.1920, Side 21
S Y R P A 83 ingar um, hvaS hún táknar í hjörtum þeirra sem þekkja hana, felst dýpri rödd, einskonar boSskapur, sem tekur áhorfandann sterkari og sterkari tökum. “Þessi hvítklædda kona er auSsjáanlega hinn eilífi kvendóm- ur veraldarinnar, á hinni stjörnustráSu vegferS sinni í gegnum reykjar-ský jarSarinnar til himins sigursins. Hún er ímynd elskunnar, elsku, sem ekki verSur meS orSum lýst, elsku þjón- ustu og fórnar. ,,í þessari dýrSar-mynd er keimur af afli og andlegu þreki, en um leiS bending um áhrifin, er hin þreytandi vegferð hefir haft á konuna. Hermaðurinn, sem krýpur viS hliS konunnar, lyftir andliti sínu til hennar í þakklátri dýrkun, en hún virðist ekki gefa þakkarfórn hans neinn gaum, eins og hún verSskuldi enga aSdáun. Hún mænir til himins, eins og hún vilji gefa GuSi alla dýrSina fyrir sigurinn, sem hún hefir lagt allmikinn skerf til aS vinna. ÞaS er eins og hún skilji ekki aSdáun her- mannsins. Henni hefur frá upphafi veriS Ijóst livaSa veg hún yrSi aS ganga, veg skyldunnar, sem kallaði hana meS ómótmæl- anlegri raust. Hún gat ekki gengiS neinn annan veg — enginn annar vegur var henni opinn. AfliS, sem knúSi hana áfram, hefur veriS eins og hluti af henni sjálfri, blóS af hennar blóSi og hjarta af hennar hjarta. Hún færir einungis GuSi þakkir, honum, sem ekki misti sjónar af henni í bardaga-reyknum, og leyfði ekki aS hinir járnklæddu herskarar myrkranna træSu hennar göfuga málefni undir fótum sér. Eins og Aphrodite Anodymene frá Apelles táknaSi alt, sem bezt var og fegurst í grískum kvendómi, þannig táknar hún sér óafvitandi Ameríku. Andlega fullkomin, þekkjandi lífsins æðri þýSingu, lyftir hún aijdliti sínu til himins'*. Snemma í SeptembermánuSi, 1919, byrjaSi Kitchell majór verulega á aS undirbúa ljósmynda-spjaldiS. Úr vandanum, aS útvega hinar nauSsynlegu ljósmyndir, greiddi dr. Stockton Axon, aSalritari RauSakross-félagsins. Hann sendi umburSar- bréf til stórdeilda-stjóra félagsins út um alt landiS, en þeir rit- uSu síSan formönnum allra smádeilda um aS útvega ljósmyndir. Brátt fóru myndirnar aS drífa að, og byrjað var á hinu taf- sama verki, í sérstaklega útbúinni verkstofu í New Jersey-ríki. Myndirnar voru flokkaSar jafnótt og þær komu. Mr. Gorman heldur áfram í Red Cross Magazine og segir :

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.