Syrpa - 01.03.1920, Side 26
88
S YRPA
dfurlítiS meira en 9 nagla á mínútunni! SmiSirnir í Ástralíu ráku
ekki eins marga nagla á dag og 'þeir gátu hæglega gert á einni'
klukkustund.
Tökum aðra ihlið á þjóðeign í Ástralíu ríkja-sambandinu.
í Queensland-ríkinu, íþar sem iðnaðar-ljöggjöf hefir komið ríkinu
í gjaldþrot, er nú veriS að þinga um að gera upptækar eignir ein-
staklinga, til Iþess aS borga með tap ríkissjóðsins. Á sömu stund-
inni og forsætisrácSherra Ryan var að tjá fólkinu á Englandi, hve
vel þjóðeign á slátrarabúðum hefði reynst í Queenslandi, leið fólk'
ið í borgunum iþar neyð sökum kjötskorts, sem stáfaði af almennu
verkfalli, er slátrarafélögin gerðu. Þjóðeignar kjötsölu-búðirnar
í Queenslandi háfa aldrei borgað sig. Satt að segja hafa þær
mishepnast svo algerlega, að ekkert hinna ríkjanna í sambandinu
ætlar að fara að dæmi Queenslands — og þetta er í Ástralíu,
landinu, sem fult er af sauða- og nautakjö'ti.
New South Wáles-ríkið hefir gert botnvörpu-fiskiveiðar að
þjóðeign. Stjómin hefir gert sitt 'betza til þess að útvegurinn
hepnaðist, en þeim, er starfa að veiðunum, er ékkert ant um þær(
svo þetta er enn eifit fyritækið, sem ekki ber sig.
Námastarf, sem (eifit sinn Stóð jalfnlfætis ull og hveiti, aðal-
verzlunarvöru Ástralíu, er nú komið í þaS ástand, aS landiS bíSur
mik.ið tjón af um langt skeið, og þessi atvinnugrsin verður ekki
endurreist varanlega nema með því eina móti, að lög séu samin er
skylda vefikamenn þá, er vinna við námana, að hlýtá sanngjöm-
um skilmálum hvað kaup og vinnumagn snertir. — Á uimliðnu ári,
eða meira, hafa Englendingar, smátt og smátt, verið að draga íig
í hlé hvað snertir námastarfs-lfyrirtæki í Ástralíu. Hvert verk-
fallið eftir annað; með mjög litlu millibili, hefir svelgt upp starfs-
fé náma-eigenda, ef ekki gert þá öreiga, og imálma-framleiðsla
ríkja-sambandsins er, þann dag í dag, minni en nokkru sinni áður
hefir átt sér Stað.
Sambandsstjórnin og stiórnin í Queenslandi hafa, hvor um sig,
gert tilraunir með náma-iþióðeign á vissum svæðum, hin fyrnefnda
í svonefndu “Northern Territory”, og hin síðarnefnda í Norður-
Queenslandi. Og það voru þessar tilraunir, sem greinilegast
sýndu orsakirnar tiTþess, að þjóðeign starlfs-fyrirtækja mishepnast.
Undir þjóðeignar-fyrirkomulaginu, eins og því hefir verið
framfylgt í Ástralíu, hefir sérhver verkamaður, hversu óhæfur,
ónýtur og óæfður sem er, rétt til að fá atvinnu við þjóðeignar-
fyrirtaeki( eða getur náð þvílíkri atvinnu fyrir pólitísk ahrií. Auð-