Verði ljós - 01.01.1896, Síða 17

Verði ljós - 01.01.1896, Síða 17
13 Jeg sagði þjer þaö, að þessi pistill yrði aldrei aimaö en inn- gangur, — og við það stend jeg, því að nú er jeg orðinn þreyttur af skriptinni og bið þig því að fyrirgefa þetta, þangað til áfranihald- ið kemur, ef guð lofar mjer að lifa. Þinn einlægt elskandi fóstri Hjörtur, Kristsmenn — krossmenn. i. Hans Nielsen Hauge. Eptir S. P. Sivertsen. Árið 1796 var maður nokkur einn á ferð í Noregi. Hann ætlaði til Kristjaníu til að fá þar prentaðar ritsmíðar eptir sig, sem hann hafði í vasanum. Hann var í þungum hugsunum um hvernig allt mundi ganga. Guð var hans kærasti vinur og til hans leitaði hann því. Hann kraup á knje við veginn og bað guð hátt og innilega um, að láta ferð sína hepnast seui bezt og verða hansnafni til dýrðar. Meðanliann þannigbaðst fyrir krjúpandi,barmann þar að, er staðnæmdist til að hlusta á hann. Þcgar bænin var á enda, kom maður þessi til hans og spurði, hvort hann væri sjúkur. Hinn svaraði, að líkaminn væri heill, en sálinni gæti liðið betur. Aðkomu- maðurinn styrktist nú enn meir í þeirri ætlun sinui, að maður þessi væri vitskertur, en fullvissu þóttist hann fá fyrir því, þegar hínn fór að hvetja hann til iðrunar og apturhvarfs. Hann tók því þetta allt sem tal vitíirrings og svaraði aðeins: „Þú ert viti þínu fjær, þú ættir ekki vera einn á ferð“. Allar tilraunir hins trúaða manns voru árangurslausar, þá sló hann út í aðra sálma og fór að tala um veraMleg efni og talaði um þau af svo mikilli greind og þekkingu, að aðkomumaðurinn fór að taka eptir orðum hans og fá aðrar hugmyndir um hann. En þegar hinn varð þess vís, vjek hann talinu aptur að andlegum efnum. Maðurinn varð snortinn af guðs anda, trúði því, sem honum var sagt og þreyttist nú ekki á að klusta á orð þessa læriföður síns; hann gekk því mílu lengra en hann þurfti, til þess að njóta samræðu hans. Orðin höfðu náð til hjarta hans og frá þeim degi varð hann allur annar maður. Þcssi saga lýsir vel aldarhættinum og þeim tveimur andlegu stefnum, sem berjast um yfirráðin í Noregi síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta hinnar nítjándu. Skynsemistrúin sat þar í öndvegi eins og í öðrum löndum Evrópu á átjándu öldinni. Menn viWu

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.