Verði ljós - 01.09.1896, Blaðsíða 11
139
En það hafði hann líka sjeð rjett þegar i fyrstu, að hinn tíman-
lcgi hagur Steindæla yrði að batna, ef takast ætti að bæta hinn
andlega hag þeirra; hann sá það níx sjálfur, hvernig móttæki-.
leiki þeirra fyrir málefni guðsríkis eins og fór sívaxandi, jafnframt
því sem hin tímanlega velmegun þcirra jókst, og að sama skapi sem
traust þeirra á honutn i tímanlegum efuum fór vaxandi, jókst einn-
ig traust þeirra á honum í andlegum efnum. „Faðir Oberlín hcfir sagt
það!“ sögðu Steindælir, og þá vóru fáir, scm ljetu sjer til hugar
koma að mæla á móti.
Vjer höfum áður drepið lítilsháttar á afskipti Óberlíns af skóla-
málum Steindæla, að lionum tókst þegar í byrjun prestskapar sins
að fá komið upp nýju skólahúsi og fá nýtan kennara handa börn-
unum. E>essi afskipti hans urðu ekki endaslepp. Hag baruanna
bar hann sífelt fyrir brjósti sjcr. „E>ví betri, sem börnin verða,
því betri mcnn verða Steindælir“, sagði hann opt, „og því guð-
hræddari sem börnin verða, því guðhræddari menn verða Steindæl-
ir.“ — Áður en nokkur ár voru liðin var kominn upp skóli í hverju
þorpi í dalnum. Sjálfur hafði liann alla yfirumsjón yfir skólum
þcssum. líann gekk iðulega á miiii skólauna, til þess að sannfær-
ast um, að alt færi þar sem bezt fram, bæði af liálfu kennara og
barna, og á viku hverri ljet liann börnin koma heim til sín og
yfirhcyrði þau vandlega, til þess að sjá hvað þau hefðu lært. Við
hvern skóla stofnaði hann með tilstyrk góðra manfiá dálítið bóka-
safn, og voru bækurnar ljeðar út um þorpin. Bóklestur hafði
ekki verið tíðkaður áður meðal Steindæla, cn nú fór lestrarfýsnin
að aukast ár frá ári. Sjálfur samdi Óberlín ýms alþýðleg smárit,
sem Steindælir tóku fegins liendi. Hann útvegaði sjer einnig dá-
litla prentvjel og ljet prcnta í henni þúsundir af oinstökum ritn-
ingargreinum, er hann svo útbýtti mcðal sóknarbarna sinna, til
þess með því að vékja hjá þeim og glæða ást á guðs orði.
En Óberlín liugsaði líka um uugbörnin, scm ckki voru nógu
stálpuð orðin til þoss að ganga í þorpskólana. Til þess að þau
skyidu ekki ganga iðjulaus og eptirlitslaus á götum og strætum
úti, meðan foreldrar þeirra voru viðvinnu á ökrum eða annarstað-
ar, og venjast þá á ýmiskonar ósiðsemi, leigöi hann hús eitt lítið,
þar sem þessum börnum var viðtaka veitt á daginn; ráðsettir
og guðhræddir kvenmenn voru fengnir til að gæta þeirra; hinum
stálpaðri börnum var veitt tilsögn í ýmsu til munns og banda.,
yngstu börnin voru lxltin leika sjer, en strangar gætur liafðar á
þvi, að alt færi sem bezt fram. Petta var fyrsti visirinn til hinna