Verði ljós - 01.09.1896, Blaðsíða 15

Verði ljós - 01.09.1896, Blaðsíða 15
143 það, að lífssól hans ínundi brátt kominn að enda brautar sinnar. Þegar leiðáveturinn 1826 tóku kraptar prestaöldungsins að þverra. Hannvar reyndar altaf á ferli og gegndi störfum sínum eins og áður bæði í og utan ltirkju, því andi hans var enn hinn sami. En seinast í maímánuði fjekk liann uppköst mikil samfara máttleysi, svo að hann varð að leggjast í ríunið, en þaðan reis liann ekki aptur. Pann 1. júní 1826 sloknaði Iífsljós þessa ágæta öldungs, hægt og rólcga, líkast þvi er sól gengur til viðar á fögru haustkvöldi. Það var sorgardagur í Steindalnuin þegar lát „föður Óber- líus“ spurðist, því svo að segja hvert mannsbarn þar elskaði hann og allir fundu það nú með sorg og trega, að þeir höfðu mist hinn ágætasta leiðtoga, umhyggjusamasta sálusorgara og bezta föður. Út- för hans fór fram 5. júní ineð mikilli viðhöfn; þar voru ekki að- eins saman komnir allir Steindælir, sem vetlingi gátu valdið, held- ur höfðu menn jafnvel komið langar leiðir að, til þess að heiðra hinn látna öldung í síðasta sinn. En tárin, sem þennan dag vættu hvarma Steindæla, þau voru þó dýrmætasta þakkarfóruin, sem færð var á þeim degi hinum látna „föður Óberlín.“ Þann 1 júní 1827 var marmaramynd Óbérlíns afhjúpuð inní sóknarkirkjunni í Yaldersbach, þar sem hanu í rúm 59 ár hafði útmálað fyrir Steindælum guðs óendanlega kærleika til syiidugra manna og reynt að opna augu þeirra fyrir því hjálpræði, sem oss er öllum boðið og búið í Jesú Kristi vorum frelsara-. Minning hans lifir enn í dag lirein og björt í hjörtum dalbúa, svo að hvert barn í dalnum nefnir nafn hans með elsku og lotningu, enda þótt það annars kunni ekki að meta það verk, er hann vann í dalnum. En skærast ljómar nafn hans letrað í lífsins bók, „því hann hjálp- aði hinum snauða, cr kveinaði og föðurleysingjanum, sem engan aðstoðarmann hafði; blessun föðurleysingjans kom yíir hann og hann fylti hjarta ekkjunnar mcð fögnuði“ (Job 29, 12.13). — J H. (Jrið rnitt. Úrið mitt gekk óreglulega. Það flýtti sjer töluvcrt, en verst var þó af öllu það, að það öðru hvotu kætti aö ganga. Jeg leit á það kl. 1; það gekk. Ept- ir stundarkorn leit jog aptur á það; það gekk i mesta ákafa. Svo fór jeg út; þá sá jeg, að það hafði staðið í 20 luínútur. Þetta kom opt fyrir. „Hvað á jeg að gjöra?“ hugsaði jeg með sjálfum mjer. „Á jeg að senda það til úrsmiðs? Nei, svo illa gengur það okki ennþá, að það sje vert; og svo er það ef til'vill

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.