Verði ljós - 01.03.1897, Page 5
37
arritum þeim, sem kend eru við Niceu-fundinn og Atanasíus. Þessir
lærdómar hljóta að vera oss vesturlandabúum á 19. öldinni með öllu
óskiljanlegir, nema vjer skoðum þá í ljósi þeirra tíma og þeirra
kringumstæðna, sem hafa framleitt þá. Það, sem varð til þess að
framleiða þessar játningar, voru skoðanir, er höfðu smeygt sjer inn
í kirkjuna, en voru þess eðlis, að þær hefðu orðið til þess að veikja
og síðan gjöreyða trúnni á guðdóm frelsarans, ef þær hefðu orðið
ofan á. En til þess að koma í veg fyrir það, var komið fram með
andstæðar skoðanir, er, án þess hið minsta að hirða um rökfræði-
legar mótsagnir, hjeldu fastlega fram trúnni á guðdóm Krists. Til-
gangur þeirra var ekki svo mjög sá, að útlista, sem að koma í
veg fyrir útlistanir, til þess að varðveita trúna. Og þetta hafa
játningarnar einnig gjört. í játningunum heíir trúin á Jesúm Krist
sem guð, goymzt og varðveitzt frá kyni til kyns. En það leiðir þó
af sjálfu sjer, að þessi trú stendur ekki nje fellur með játningunum.
Trúin á Krist sem guð var til áður en játningarnar mynduðust.
Og hún mun haldast við líði eins fyrir það, þótt játningarnar liðu
undir lok. Þær eru nefnilega ekki annað en framleiðsli guðfræði-
legrar íhugunar á grundvelli trúarinnar. En sjerhver íhugun, sem
er, einnig hin kristilega, tilheyrir sínum tíma. Sanuleikskjarninn
í þessu er óglatsamlogur, en hýðið utan um þennan kjarna, þ. e.
skoðanir manna á því, hvernig eigi að skilja hann og útlista, þær
taka sjer snið eptir hinum almenna hugsunarmáta hvers tíma. Eitt
tímabil lítur öðrum augum á sama sannleikann en annað, af því
það hugsar öðruvísi. Seinni tímum getur fundizt, að hinir grísku
feður hafi framsett og varið trúna á Krist á ófullkominn, já óvið-
unanlegan hátt. En með því ér trúnni sjálfri als ekki varpað
fyrir borð.
Þetta verður þar á móti þegar sjálfum sannleikskjarnanum er
neitað, þegar staðhæft er: Kristur var ekki guð. Slík staðhæfing
hefir á öllum öldum mætt trú og játningu safnaðarins. Með ein-
stökum krapti hefir henni verið haldið fram á vorum dögum. Og
vanalega er hún rökstudd á þessa lcið: Hinn endanlegi maður,
sem á allar hliðar er einskorðaður og takmarkaður, getur ekki
rúmað í sjer hinn eilífa og óendanlega, alfullkomna guð. — En þessi
rökstuðning hefir aldrei og mun aldrei fá sjerlega á hinn kristna
söfnuð. Hún byggist sem sje á ímyndun, sem ekki verður til sans
vogar færð. Hún byggist á þeirri ímyndun, að oss sje svo gjör-
kunnugt um eðli mannsins og eðli guðs, að vjer getum til fuls á-
kveðið hlutfall þeirra sín á milli. En þetta er alveg skökk ímynd-