Verði ljós - 01.03.1897, Side 9
41
Það gefur að skilja, að þar som hinar kirkjulcgu meinsemdir
eru orðnar eins magnaðar og þær eru hjer, þar sem eins mikil
vantrú og kæruleysi heíir fest rætur, þar sem eins mikil deyfð og
drungi hefir gagntekið jafnvel þá menn, sem oinlæglega vilja tilheyra
kirkjunni, þar sem kirkjurækni hcfirfarið eins aptur og þarsemvan-
ræksla kvöldmáltíðarsakramentisins hefir farið eins sorglega í vöxt,
og hjer hjá oss, — það gefur að skilja, að þar verður lækning mein-
anna harla torsótt og heimtar langan tíma, mikla fyrirhöfn, mikla
þolinmæði og mikla bæn. En sje starfað í lífandi trú á sigur, í
lifandi kærleika til hjarðarinnar og með lifandi bæn uin krapt af
hæðum, þá er starfið engan veginn vonlaust starf.
Eitt hið fyrsta skilyrðið hlýtur að vera þetta, að sú presta-
kynslóð, sem nú starfar, skilji betur köllunarverk sitt, hafi meiri
áhuga á starfi sínu, sje gagnteknari af lifandi persónulegum krist-
indómi, en kynslóðin næst á undan. Sje hún ekki það, cr ofur
hætt við, að ávextirnir af starfi hennar vorði ekki glæsilegri en
þeir ávextir af starfi hinnar undangengnu prestakynslóðar, sem
vjer nú sjáum fyrir augum vorum. En svo cr guði fyrir þakkandi,
að margt virðist benda á, að í þessu tilliti sje að breytast veður
í lopti. Óánægjan, er á síðustu árum hefir svo optlega látið til
sín heyra, kvartanirnar yfir voru kirkjulega ástandi af hálfu margra
presta vorra, virðast bera talandi vott um þetta, enda þótt segja
megi, að mörgum þeirra hafi ekki verið fyllilega ljóst, hverjar or-
sakirnar hafi verið. Deyfðin, sem áður grúfði yfir vorri kirkjulegu
landsbygð, virðist vera að hvorfa og mótsetningarnar smámsaman
að skerpast. Það eru hinar sífjölgandi vantrúarraddir, sem hafa
orðið til þess að vekja mcnn. Enþegar baráttan harðnar, koma mótsetn-
ingarnar í Ijós, hveitið segir til sín og illgresið segir til sín. Yjer getum
þakkað vantrúarmönnunum það, að margurmaðurinn, sem áður var ó-
kunnugt um, hvar stæði í kristilegu tilliti, hefir komið fram, fundið
sig knúðan til að frambera skýlausa játningu sina um það, hvar,
hvoru megin og hvernig hann stæði. Hin vaxandi barátta milli
trúar og vantrúar hefir þegar lcitt það í ljós, að kirkja Islands á
meðal núlifandi starfsmanna sinna góða svoit trúrra þjóna, sem
hafa einlægan vilja til að vera nýtir starfsmonn, vilja til að sá
hinu góða guðsríkissæði í söfnuðunum og efla dýrð drottins bæði
með kenningu sinni og lifi sínu, — monn, sem cnginn efi er á, að
vilja ekkert vita meðal hjarðar sinnar, ncma Jesúm Krist kross-
fostan. En þessi prcstasveit þarf að eflast og vaxa bæði inn á við
og út á við, því að undir henni er vor kirkjulega framtíð komin.