Verði ljós - 01.03.1897, Síða 12
44
Hvers þurfum vjer þá með?
Vjerþurfum trúarsterkrar prestastjettar, semílííi sínu og
kenningu lætur það ásjást, að hún veit á hvern hún trúir og hverj-
um hún hefir helgað líf sitt og krapta. Vjer þurfum lifandi
prestastjettar, sem ahlrei missir sjónar á takmarki því, ot hún á að
keppa að, aldrei leggur hendurnar í kjöltu sína, en skundaráfram
á skeiðvellinum, hugsandi um það eitt, að ná takmarkinu. Vjer
þurfum vakandi prestastjettar, sem heíir opin augu fyrir því, hvar
skórinn kreppir, hvar meinin dyljast, sem bæta þarf og vinna þarf
bug á og hverjar orsakirnar eru, sem að þeim standa. Og loks
þurfum vjer b i ð j a n d i prestastjettar, sem ávalt og í öllu leitar krapt-
anna að ofan, sem í brennandi bæn leggur öll málefni sín og safn-
aðanna og kirkjunnar sem heildar fram fyrir hinn eilífaföður. Bn
trúarsterk, lifandi, vakandi og biðjandi prestastjett, það er prcsta-
stjctt cptir hjarta Jesú Krists.
En þegar kirkja íslands heíir hlotið slíka prestastjett, þá munu
vor kirkjulegu mein smámsaman hverfa og lifandi kristindómur
taka að breiða sig yfir bygð og býli, þá mun aptur ljóma bjart-
ari dagur yfir kirkju lands vors.
Um þetta eiga allir þcir að biðja, er af hjarta unna kirkju
og kristindómi og eru sannfærðir um að heill þjóðar vorrar sje
komin undir því, að þjóðin standi föst á grundvelli hinnar kristnu
trúar. Sú bænin er góð og mun heyrð verða, ef vel er beðið.
Stutt athugasemd.
I grein þeirri um Tómas prófast Sœmundsson, er lesa má í
„Sameiningunni41 (nr. 7, sept. 1896, bls. 98—106), segir höfundur-
inn (eflaust sjera Jón Bjarnason), að sjer finnist það nærri því
undrurn sæta, að sjera Tómas minnist aldrei á trú eða kristindóm
í brjefum sínum til þeirra kunningja sinna, Konrábs Oíslasonar og
Jónasar Hallgrímssonar; ennfremur, að sjera Tómas í brjefi sínu
til Jónasar, rituðu í marzmánuði 1840, þar sem hann er að hug-
hreysta Jónas sjúkan (á líkama og sálu), ekki með einu orði minnist
á trúna og þá huggun, sem til hennar megi sækja. Á þeim árum,
sem hjer ræðir um, var jeg í Khöfn samtíða þeim Fjölnismönnum
— Brynjólfi, Konráði og Jónasi — og þeirn talsvert kunnugur, en
einkum Konráði og Jónasi, er báðir voru skólabræður mínir frá
Bessastöðum. Jeg dáðist, eins og fleiri, að gáfum þeirra allra
þriggja, en við trú þeirra varð jeg aldrei var, cnda mun það satt