Verði ljós - 01.03.1897, Qupperneq 13

Verði ljós - 01.03.1897, Qupperneq 13
45 vera, er jeg segi, að trú og kristindómur haíi iegið í þagnargildi hjá oss Islendingum við háskólann, þegar jeg undanskil þá, er lásu guðfræði. Það er ætlun mín, og jafnvel sannfæring, að sjera Tóm- asi hafi verið fullkunnugt, að það myndi engin áhrif hafa á sam- verkamenn sína, lvonráð og Jónas, þótt hann færi að minnast á guð og guðlega hluti við þá. En um Jónas er það að segja, að þegar hann sýktist og gjörði-t þunglyndur á árunum 1839—1841, þá fór trúin að lifna í hjarta hans. Og við lát sjera Tómasar, er jeg ætla hans bezta vin, snerist hugarfar Jónasar algjörlega til trúar og guðsótta. En þessi breyting á hugarfari Jónasar hygg jeg, að aldrei hafi orðið sjera Tómasi kunnug. Rvík 15. febr. 1897. Páll Melsteð. -------■£>—--------- Kristsmeim — krossmeim. m. Sjera Jón lærði í Möðrufelli. Eptir Bjama Símonarson. IV. [Niöurlag]. Meðal hinna fyrstu ritstarfa sjera Jóns voru þau, er snertu Sálmabókina. Það var næsta eðlilegt, að hann tæki þá til máls. Hann stóð betur að vígi en flestir aðrir á þeim tímum, að því er snerti málofni það, er um var að ræða. Sjálfur var hann nokkuð skáldmæltur og var fyrir þá sök færari en ella til þess að líta á þá hlið sálmabókarinnar, eða meta skáldlegt gildi hennar. En það, sem mest var um vert, var það, að kristindómurinn var honum fyrir öllu, og þætti honum í nokkru þessu sínu hjartans inálefni misboðið, taldi hann sjer skylt varnarstarfið, hverju svo sem þá væri að mæta. Honum var það vel ljóst, hver er þýðing almennr- ar sálmabókar fyrir kirkjulíf hverrar þjóðar og þá var honum ekki síður ljóst, hversu aldamótabókin var athugaverð að ýmsu leyti, sem einhver helzta andlega fæðan, er þjóð vor átti að neyta um lengra eða skemra tímabil. Hann ritaði því langar og ítarlegar athugasemdir um hina nýprentuðu sálmabók og tók auðvitað skýrt og skorinort fram þá galla, er voru á bókinni, frá hans sjónarmiði, frá sjónarmiði evangeliskrar lífsskoðunar. Eigi var ritdómur þessi prentaður, en nokkru síðar var honum svarað af sóknarprestinum að Melum, Bjarna Arngrímssyni, er samsinnir þó athugasemdum sjera Jóns að ýmsu leyti. Þessari vörn sjera Bjarna svaraði Jón prestur, er hann kom því við. Eigi var ritdeilunni út af sálma- bókinni þar með lokið. Nokkru síðar var safnað til viðbætis við bókina og oru þar prontaðir 2 sálmar eptir sjera Jón; hefir annar þeirra þetta harla einkennilega upphaf: „Guð þig að elska, góði minn“.

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.