Verði ljós - 01.03.1897, Síða 15
47
sje Kristur og hann krossfestur, en búningurinn er misjafn. Ýms
eru ritin frásögur, alvarlegar og eptirtoktaverðar, um áhrif kristin-
dóms á yngri og eldri. Hjelt sjera Jón mjög af slíkum sögum og
ætlaði, að þær mættu verða til áhrifa og andlegrar uppbyggingar
eigi síður en almennar ræður og kenningar í nokkrum ritunum
eru biblíuskýringar og eitt þeirra er útskýring yfir Ágsborgarjátn-
inguna1. Ritin eru þannig næsta margvísleg að innihaldi og bún-
ingi, þótt aðalefnið sje hið sama. Máli og rithætti cr auðvitað að
ýmsu leyti ábótavant, en jeg hygg, að vart muni nokkur kynnast
svo ritum þessum að hann fái ekki hlýtt hugarþel til hins guð-
rækna og margfróða öldungs. Þær einkunnir höfundarins birtast
báðar jöfnuin höndum hvar sem litið er í ritin — En sjera Jón
gjörði og meira fyrir smáritafjelagið en einungis að rita fyrir það.
I eili sinni stofnaði hann sjóð til útgáfu smárita, svo að þoim væri
borgið þótt hans misti við. Fól hann sjóð þann til varðveizlu hin-
um möhriska bræðrasöfnuði í Kaupmannahöfn. Áður en sjera Jón
andaðist voru 67 nr. komin út af Smáritunum, en als urðu þau 80.
Það var, eins og áður er sagt, mark og mið ^jera Jóns með
ritum sínurn að glæða ljós kristindómsins í hjörtum Islendinga. En
ekki hafði hann minni áhuga á því, að þetta ljós fengi skinið
þeim þjóðum, er setið höfðu í myrkri og enn eigi átt kost á að
heyra náðarboðskap kristindómsins. Þess vegna varð hann svo
glaður við komu Hendersons, því að þær frjettir, er hann iiutti
honum, voru einkum um kristniboð moðal heiðiuna þjóða. Fylgdi
hann jafnan því málefni með lifandi áhuga, skrifaðist á við ýmsa
útlenda kristniboðsvini um það mál, einkum þó við hinn góðfræga
danska kristniboðsvin, ágætismanninn Itönne prest í Lyngby, stofn-
anda hius danska Kristniboðsfjelags. Eru og allmargir af bækl-
inguin smáritafjelagsins uin kristniboð og framgang þess meðal
heiðingja. Sjálfur lagði hann og drjúgan skerf til kristniboðs og
nokkrir aðrir, er hann hvatti til hins sama. Má í því efni sjer-
staklega nefna tengdason hans, Hálfdán prófast á Eyri, er jafnan
styrkti kristniboð erlendis með fjárframlögum.
Ýmsir hinna útlendu kristniboðsvina, er höfðu haft spurnir af
hinum islcnzka sveitapresti, er í afskektu hjeraði var að útbreiða
og glæða Ijós ljósanna, langt frá liestum stuðningsatriðum til starfs
síns, nema brennandi trú, hreinum kærleika á málefni kristindóms-
ins og öruggri og lifandi von um sigur hins góða málefuis, urðu
til þess að senda honum að gjöf fjölda útlendra bóka, þará meðal
ýms ágæt guðfræðisrit. En allar þessar bækur gaf sjera Jón sóknar-
kirkju sinni á Grund, er hann fluttist til Möðruvallaklausturs.
Enda þótt að evangelisku smáritin sjeu það, er einkum heldur
Af útlendum möuuum royndist Hendersou þvi eiukum lijálparuiaður og smúrita-
íjelagið „Tract Society" í Lundúuum.
‘) Auk ajera Jóns rituðu ýmsir fleiri fyrir fjelagið, t. a. m. Jóu Espólín,
Björn próíaatur Halldórsson (í Garði), Þorstoinn Hjálmarson (prófastur í Hítar-
dal) o. fl.