Verði ljós - 01.02.1898, Síða 2

Verði ljós - 01.02.1898, Síða 2
Í8 sem vjer þó dirfumst að ætla, að allur þorri þeirra manna, sem öld eptir öld liafa trúað á hiun krossfesta Krist — og vjer telj- um þá ekki i huudruðum og þúsimdum, heldur í miljónum og þús- uudum miljóna — haíi verið gæddir engu lakari skynsemi en vantrúar- menn vorra tíma. En vjer viljum drepa á annað, sem er eun þá kyji- legra, og það er, að þetta, að þeir geta ekld samrimt trúarsetningar krist- iudómsins við skynsemi sína, skuli liafa þau áhrif á þá, að þeir fyllast meguasta hatri til kristiudómsins í heild siuui. Það skyldi mega æt.la, að jnaður, seni er gagntekinn af aðdáun og virðingu fyrir hiuum háleita siðalærdómi kristindómsins, yrði hjartanlega velviljaður kristindóminum, þótt hann gæti ekki samsint trúarsetuingum hans, og ef ekki gjörði alt til að halda upp lieiðri hans, þá að minsta kosti ljeti hann í friði, og ljeti þá í friði, sem elska hanu og virða. Nei -— það gjöra menn ekki; fyrir þá sök eina, að kristindómjirinn er svo djarfur, að halda frajn skoðunum, sem skyuseini þeirra ekki fær gripið og ekki vill gripa, fyllast þeir slíkri lieipt gegu kristindóminum, að þeir vilja helzt sem fyrst sjá hann flæmdan úr landi og alt það afmáð úrlandinu, sem minn- ir á kristindóm. En vjer getum ekki að því gjört, að einmitt þetta vekur hjá oss megnasta grun um, að það sje ekki í raun og veru, eins og vantrúarmennirnir gefa í skyn, trúarsetningar kristindómsins og ó- samrimauleiki þeirra við heilbrigða skynsemi, sem veldur vantrú þeirra og kristindómsliatri. En hvað þá? Oss er næst, geði að állta, að einmitt þetta, sem margir vantrúarmauna gefa í skyn, að þeir virði sem mest og eru svo náðugir að viðurkenna sem háleitt og dýrmætt, — að eirunitt hinn há- leiti siðalærdómur Krists, liiuar ströngu og alvai-legu siðferðiskröfur kristindómsius, fæli þá burt frá Kristi, burt frá kristindóminum, sje með öðrum orðum orsölc vantrúar þeirra. Þeir kynoka sjer við að færa þá ástæðu fyrir kristindómshatri sínu, því með því kæmu þeir upp um sig, ljetu menn renna grun í hvar skórinu kreppir, og skjóta í þess stað allri skuldinni á „dogmurnar11, „kreddurnar11, sem þeir nefna svo. En þá fyrst förum vjer að skilja í þessu hatri til kristindómsins; það er hatrið við dómarann, sem dæmir, því með siðfei'ðiskröfum sínum dæmir krist- indómurinn hugsauir og hugreuningar hjartans. Það vekur ávalt óvild, að segja öðrum til syndanna, en það er einmitt þetta, sem kristindóm- urinn gjörir, liann segir til syndanna, alvarlegar og einbeittar en nokkuð annað, sem mætir oss í lífinu. Þess vegna hata menu hanu. Haun sýnir oss eins og í spegli alla vora bresti, alla vora ófullkomleg- leika; sýnir oss hjegómann i lífi voru, hið fáfengilega og einkisnýta, sem vjer prýðúm oss með. Þess vegna vilja menn ryðja lionum í sjó- inn ; lianu er þeii'ra vonda samvizka. Þetta stagl um „dogmurnar11 er ein- ber fyrirsláttur í flestum tilfeflum. Og þetta um virðinguna fyrir siða- lærdómi Ki-ists eru einber látalæti.

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.